Núna í gærkvöldi var ég í góðu flippi í Guadalcanal á Simnet public servernum, og ekkert nema flott með það. Ég er að fljúga, er skotinn niður en næ að skjóta mér út áður en hún springur, og lendi mjúklega í Village, sem við héldum einmitt (Axis). Þar svipast ég aðeins um með snipernum þangað til ég fatta að það er verið að skjóta á mig. Ég un-zooma og sé að sá sem er að skjóta á mig er teammate og heitir “+SS Bones”. Ég hugsa: “Hmmm… þessi hlýtur að vera eitthvað að ruglast”, ýti á K og skrifa “dude!”.
Eftir þetta hleypur hann inn í hús og hélt ég að hann hefði fattað þetta og bara hætt.
En nei.
Þegar ég kem inn í húsið (til að heala mig) kemur hann úr öðru herbergi og dúndrar að mér bazooka rocket en hitti ekki nógu vel. Ég hugsa: “Hvað er að þessum gaur?”, ýti á K og skrifa “DUDE!”, og bætti svo við “Dude, ég er með þér í liði!”.
Um það bil 2 sek eftir þetta dey ég. Hver var það sem drap mig? Nú enginn annar en +SS Bones sem hafði, eftir að skjóta rockketinu á mig, skipt yfir í Colt og drepið mig með nokkrum skotum úr henni. Ég fékk ekki svo mikið sem “sry” frá þessum manni, né svar frá honum þegar ég innti hann eftir þessu.
Hvað var þetta eiginlega? Eru einhverjar gildar ástæður fyrir þessari leiðinlegu spilamennsku sem ég var vitni að þarna? Og þá er ég ekki endilega að tala um að ég hafi verið tk-aður, því það getur alltaf gerst, jafnvel í svona ýktum dæmum. Það sem ég er að tala um er að deyja af völdum teammate og honum virðist vera alveg sama.
Battlefield finnst mér eins og umferðin. Í umferðinni dæmir maður ökumennina eftir aksturslagi og “etiquette” í umferðinni, enda hefur maður ekkert annað til að dæma eftir. Svipaða sögu er að segja í BF, þú dæmir leikmanninn (þá hvernig manneskja hann er, ekki hversu góður hann er) eftir því hvernig hann spilar leikinn. Þessvegna finnst mér tk án afsökunarbeiðni vera eins og fólk sem gefur ekki stefnuljós. Tillitslaust.
Lokaorð: Maður á <b>alltaf</b> að segja “sorry” þegar teammate er drepinn. Þarf ekki að gerast strax, en bara að það gerist.
Zedlic<br><br>
…og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði