Port er svona einskonar hlið á tölvunni þinni (eða reyndar hvaða tölvu sem er) sem umferð er hleypt í gegnum. Portin eru svo númeruð eða skírð, ekki ósvipað og er á flugvöllum, þannig að ákveðin umferð fer á ákveðið port.
T.d. ef þú ert að fara til London, þá ferðu í gegnum hlið 5 á flugvellinum (eða eitthvað, er auðvitað misjafnt hvaða hlið er notað). Eins er með portin á tölvunum, umferð t.d. vegna Battlefield fer um port 14567 sem staðall, en hver og einn server getur síðan ákveðið að nota eitthvað annað port.
Þannig fer t.d. html umferð um hlið númer 80 og ftp umferð um port númer 20 og 21 o.s.frv.
Þetta er sum sé leið til að netforritin viti hvaða umferð tilheyrir þeim en ekki einhverju öðru - þau taka bara við umferð sem kemur um þeirra port.<br><br>..:Ef himnaríki er svona æðislegt, hvers vegna ætti maður þá að reyna að lifa lengur?:..
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001