Ferðinni var fyrst heitið í BT í Hafnarfirði. Þar leitaði ég vel og lengi og skildi ekki afhverju þeir voru ekki með hann. Talaði við starfsmann og fékk þau svör að hann væri uppseldur.
UPPSELDUR?!
Ekki vissi ég að leikurinn væri SVONA vinsæll. Mér finnst persónulega Operation Flashpoint betri, en hann hefur aldrei selst upp.
Jæja, þá fer ég bara í Tölvulistann og kaupi mér viftu í leiðinni.
Uppseldur…. vááá….
Ég er búnað sjá myndir af nýju expert búðinni og þykir hún nokkuð stór, þessvegna datt mér í hug að þeir hlytu að eiga eintak af leiknum.
Negative, fáum hann kannski seinna í kvöld, prufaðu að hringja eftir kvöldmat.
Frábært… 3 búðir, allstaðar uppseldur.
Skífan og BT í Smáralind… uppseldur.
Það var ekki fyrr en ég álpaðist inn í Hagkaup í smáralindinni að ég fann 7 eintök í einni hyllunni.
Þannig að þið sem eruð seinir með jólagjafirnar og ætlið að kaupa þennan leik. Hagkaup í Smáralindinni eða prufa að hringja í Expert.<br><br>_____________
«•» syn'izelord «•»
¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.