Nú hef ég bara reynslu af Geforce sjálfur á ég 3 stk 1 GF2 MX 32mb, 1 GF2 GTS/PRO 64mb og 1 GF 4200TI, þetta fyrsta er ónothæft ég gat svona rétt svo notað það með miklum “tweakum” og veseni í 640*480, GTS kortið virkar fínt í 800*600 * 16 en málið er 4200 eða stærra myndi ég segja. Þó veit ég um marga sem spila með 440MX kortin með við góða raun, þau er hægt að fá á góðu verði, en ef þú ert ekki með allavega 1.8Gz myndi ég fá mér GF 4200 TI, því annarrs er kortið í raun bara flöskuháls í vélinni. Ég hlæ mig alltaf máttlausan þegar ég sé auglýsingar frá BT, Tölvulistanum osfv með P4 2gz eða stærri með svo skíta 440mx korti, kort sem er ekkert annað en flöskuháls í vélinni. Nú málið akkúrat í dag er samt ATI 9700 en þú þarft að punga út 60-70 þús fyrir það :)<br><br>DEADMANWALKING
Kveðja Kristján - ice.Alfa