Ok, skal reyna að útskýra betur hvað þetta er :) þú ert ekki að missa neitt fps sem þú sérð :) og þú ert greinilega með leikinn/skjáinn stilltan á 60Hz hjá þér :)
sync = vertical sync. Þetta stillir leikinn þannig að fps í leiknum verður í raun læst við refresh rate á skjánum hjá þér. Segjum sem svo að þú sért með skjáinn í 85Hz þá færðu 85 fps og skjákortið teiknar aðeins einn ramma í hvert skipti sem skjárinn er teiknaður. Ef þetta er ekki stillt á teiknar kortið fleiri ramma en skjárinn í raun getur birt og þá ferðu að sjá svona “tearing” í myndinni (eins og myndin rifni í sundur), en það er vegna þess að skjákortið er byrjað að teikna næsta/næstu ramma áður en skjárinn er búinn að ná að birta þann fyrsta.
Ég vona að þetta útskýrir eitthvað :)
<br><br>-
<a href="
http://89th.fortress.is">[89th]MAJ. Skarsnik</a