Ég hafði hlakkad til í marga mánuði eftir þessum leik en í ljós kom að mér fannst hann bara ekki nógu góður. Hann er skemmtilegur og býður upp á margt en er bara ekkert miðað við Counter-strike í mínum augum. (ég er ekki að setja samt út a það að spila hann þetta er bara mín skoðun.) Það er lítið að gera í honum hægur leikur og bara NO FUN ef svo er tekið til orða. Ekki það að CS hafi ekki breytt nógu miklu um hraða og spennu í leikjum. Maður var vanur Doom og Duke og svoleiðis leikjum en nú finnst mer of langt gengið bara. Ég hef prófað Battlefield þannig að ég er ekki að dæma hann bara, og mér fannst hann bara fínn. Síðan þegar maður deyr þarf m´ður að labba í margar mínútur ógeðslega hægt, ég nenni því einfaldlega ekki, svo ekki sé talað um að EA Sport gerði þennan herleik, ég hef bara vitað til þess að þeir geri fifa og reyna síðan alltaf að herma eftir næstu fyrirtækjum með öðruvísi leiki, eins og Blizzard mundi allt í einu fara að gera Fifa 2004 eða eikkað. Svo ekki sé nefnt Total Club Manager algjört rugl, ég hef bara ekki prófað annað eins, nákvæmlega eins og manager nema maður getur horft á leikinn, og ef maður vill horfa á leikinn getur maður allveg eins farið í Fifa. En núna átti vist að gera Battlefield og satt að segja vissi ég voða lítið um hann, eins og hvaða fyrirtæki myndi gera hann en ég bjóst síst við EA Sport leik, ég var að vonast eftir 3DO eða Blizzard eða Black Isle jafnvel en EA Sport!!! Samt sem áður fínn leikur allveg en ég hefði ekkert á móti því að annað fyrirtæki myndi taka það að sér að endurhanna leikinn og breyta nokkru í honum.
-PS- EKKI TAKA ÞETTA NÆRRI YKKUR ÞIÐ SEM SPILIÐ BATTLEFIELD 1942.