Hér á korkonum hef ég tekið eftir því að ýmsir einstaklingar hafa verið að óska eftir inngöngu í ýmis klön.
Það hefur gengið misvel hjá mönnum, og oftast jafnvel illa.
Margir ykkar eiga góða vini og kunningja til að stofna sitt eigið klan og óska ég ykkur velgengni á vígvellinum nema að sjálfsögðu á móti +SS.
Ef þið sem eftir sitjið hafið áhuga á að gerast meðlimir í klani þá er best að hafa samband við mig og mun ég persónulega gera mitt besta við að aðstoða ykkur.
Ef viðkomandi er EKKI staddur út í sveit, er ekki nauðsinlegt að eiga tölvu, og hvað þá leikinn, þó að það ætti svosem að vera til á hverju heimili eins og ískápar, eldavélar, tannburstar o.f.l.
Aðalatriðið er að viðkomandi hafi gaman af leiknum, og er tilbúinn til að tileinka sér drengskaparheit vígvallarins.
Það er enginn hámarksfjöldi.
Ef hugsanlegir þáttakendur eru of margir verða einfaldlega stofnuð fleiri klön.
Ef þeir eru of fáir mun ég samt finna góðann stað handa þeim sem taka þátt.
Ef enginn þáttakandi verður mun ég einfaldlega hafa meiri tíma til að spila BF sjálfur
Þáttökugjald er 0.kr. íslenskar.
VIRÐINGARFYLLST.
Með von um góða þáttöku
FORINGINN +SS GHOST.
idkfa+iddqd