Held að það hafi verið Amything sem spurði að þessu fyrst. Finnst menningunni allt í lagi að spawncampa hitt liðið til dauða ??
Ég var inná símnet áðan og borðið var BattleAxe, fljótlega eftir að borðið byrjaði þá voru allied komnir með alla fánana, fyrst og fremst vegna þess að við vorum fleiri þegar mappið byrjaði og það voru reyndari spilarar þar einnig.
Mér fannst þetta allt í lagi svo sem, en þegar allied byrjuðu að keyra á Tanks uppá hæðina og inní þeirra base ásamt air support og infantry og sitja um fána sem við getum ekki tekið fannst mér þetta verða súrt.
Þegar sem mest var voru 3 Tanks ásamt 2 flugvélum bombandi völlinn þeirra og slatti af infantry allt í einni hrúgu í þeirra base-i.
Ég skaut þeirri spurningu að mínu liði hvort við ættum ekki að chilla aðeins á sókninni og verja frekar flöginn heldur en að sláttra þeim um leið og þeir spawna.
Maður fékk svör eins og “HVAÐ MEINARU, VIÐ ERUM MED ÖLL FLÖGINN”
eða “við erum að verja flöginn okkar með þessu he he he”
Persónulega finnst mér þetta fúlt á puplic, menn gerast allir sekir um að spawncampa now and then, en menn ættu líka að gera sér grein fyrir því hvenær þetta er gengið útí öfgar.
Ég segi ekki spawncampa á puplic, þetta er almennt talið ósiður í öðrum leikjum eins og TFC, RtCW og fleirum.
Nazgûl