Jæja þá kemur síðasta hvað gerðist greinin sem að ég pósta hér á Huga. Ég hef þegar tekið fyrir eina orustu úr þrem af fjórum sviðum styrjaldarinnar, vestur evrópu (Omaha Beach) austur evrópu (Kúrsk) og kyrrahafið (Guadalcanal) og hér kemur orusta úr fjórða sviðinu, Afríku, El Alamain. Greinar um hinar tólf orusturnar verður svo hægt að finna innan skams á heimasíðu [89th] <a href="http://89th.fortress.is">http://89th.fortress.i s</a>

Þegar Bernard Law Mongomery var gerður að foringja 8. hersins sumarið 1942 urðu þáttaskil í eyðimerkurstríðinu. Þegar Monty eins og hann var gjarnan kallaður tók við, var áttundi herinn búin að hafa yfir sér marga foringja sem alla skorti glæsibrag og létu eyðimerkurefinn leika sig grátt aftur og aftur. Montgomery átti því fyrir höndum erfitt verkefni, að sanna fyrir hermönnum sínum að hann væri leiðtogi sem gæti leit breta til sigurs gegn bryndeildum Rommel.

Fyrsti sigur Montgomery á Rommel kom í september. Þjóðverjar reyndu þá í síðasta sinn að brjótast framhjá áttunda hernum og riðja sér leið til Kaíró og þaðan niður að strönd til að stöðva byrgðarfluttinga Breta. Montgomery las Rommel eins og opna bók þegar hann snéri brynliði sínu að svonefndri Alam-el-Hafa-hæð og beið þar eftir Rommel með sherman skriðdreka og voru skriðdrekar Rommel skotnir í sundur miskunnarlaust auk þess sem að breski flugherinn lét sprengjum rigna yfir Þjóðverjana í 4 daga. Eftir að hafa mist tæplega 50 skriðdreka hörfaði Rommel. Áttundi herinn vissi nú að hann ætti foringja sem stóð eyðimerkurrefnum á sporði.

Forsætisráðherra Breta, Winston Churchill vildi nú ólmur láta Montgomery ráðast á El Alamain. Fyrir honum lá tvennt, hann taldi að ef sigur innist við El Alamain þá yrði árás sem bandamenn höfðu lagt á ráðin um að ráðast inn í Alsír og Marokkó léttari, auk þess sem honum var mikið í mun að hertaka flugvelli möndulveldanna vestan við El Alamain til þess að létta árásarþungan á Möltu, en að eynni var hart sótt af flugherjum Þjóðverja vegna þeirra miklu nota sem bandamenn höfðu af henni sem flota- og byrgðastöð. En Montgomery þvertók fyrir að ráðast á El Alamain fyrr en í október, en hann taldi að lið sitt væri ekki tilbúið ennþá og gekk svo langt að segja Churchill að hann gæti fengið einhvern annan til að leiða herinn ef að hann vildi endilaga ráðast á El Alamain strax.



Þegar blossar frá níuhundruð fallbyssum bandamann lýsti upp himininn yfir El Alamain aðfararnótt 23. október 1942, kom það herdeildum Rommel í opna skjöldu. Stórskotahríðin markaði upphaf mestu árásar Breta í eyðurmerkursríðinnu. Næstu daga sendi Montgomery fram allt tiltækt lið með það fyrir augum að eyða afríkuher Þjóðverja fyrir fullt og allt.

Þó herir möndulveldanna hefðu næstum helmingi færri mönnum, skriðdrekum og fallbyssum á að skipa, vörðust þeir af heift, og við El Almain áttu sér stað hörðustu bardagar eyðumerkurstríðsins og Rommel sjálfur lýsir því svona hvernig fór fyrir Ítölsku bryndeildunum. “Skriðdrekarnir rifnuðu sundur eða loguðu upp hver á fætur öðrum, en grífurleg stórskotahríð Bretanna buldi stanslaust á varnarstöðvum Ítalska fótgönguliðsins og fallbyssuliðsins.”

Á tólfta degi átti her Rommel aðeins eftir rúmlega 50 af þeim 500 skriðdrekum sem hann hafði á að skipa í byrjun orustunar. Auk þess var gríðarlegt mannfall og þann 4. nóvember átti Rommel eignar kosta völ nema fyrirskipa undanhald.