Kursk
Í vetrarlok 1943 lá í augum uppi að átök yrðu um Kúrsk-fleygin og gríðarleg liðsöfnun átti sér stað á báða bóga. Rússar höfðu á að skipa 1.3 milljónum hermanna og 3.300 skriðdrekum, á sama tíma voru Þjóðverjar með 900 þús. hermenn og 2.700 skriðdreka. Bardaginn um Kúrsk varð því einn stærsti og sögulegasti skriðdrekabardagi styrjaldarinnar þar sem 6.000 skriðdrekar mættust og var þetta frumraun nýjasta skriðdreka Þjóðverja, Tiger I í bardaga.
Þann 5 júli byrjaði sókn Þjóðverja. Kúrsk var skipt upp í tvö svæði og réðust þjóðverjar á þau bæði í einu. Árásinni á suðurhlutann var stjórnað af Erich von Manstein og Model stýrði árásinni á norðurhlutann. Gagnsókn Þjóðverja gegn Kharkov þá um vorið hafði gegnið svo vel að menn voru bjartsýnir á orustuna, þar við bættist að hinn nýji skriðdreki Þjóverja Tiger I var með langdrægari og öflugri fallbyssur en T-34 skriðdrekar Rússa. En það kom að litlu haldi, moldryk þyrlaðist upp auk kófs frá gresjueldum, svo að skyggni var nánast ekkert þegar orustan stóð sem hæðst. Var því um að ræða návígi skridreka og gátu Rússar verið snarari í snúningum með einfaldari og skammdrægari fallbyssur á skriðdrekum sínum.
Sókn Model á norðursvæðinu varð skammvinn og var her hans aðeins komin 5 km suður á bógin þegar fréttir bárust af hliðarsókn Rússa við Órel og varð Model að snúa við til að mæta henni. Með þessu var árás á nyðri tangan úr sögunni. Þar með hefði verið vænlegast fyrir Þjóðverja að hætta árásinni og skipuleggja sig aftur en Hitler var óðfúst til að sjá nýja risaskriðdreka sína vinna kraftarverk og hélt því sókn von Manstein áfram norður á bóginn, með 4. skiðdrekaher Hoth í fararbroddi.
Á gresjunni sunnan Kúrsk hófst voldugasta skriðdrekaorusta sögunnar og minnti á sjóorustu. Hún stóð í vikutíma með látlausri skothríð og gresjubrunum. Rússar mistu fleiri skriðdreka, en tjónið varð Þjóðverjum tilfinnanlegra, því þeir höfðu lagt undir allt varalið sitt. En þá þusti fram varalið Konévs og hrakti leyfar þýska hersins á flótta. Orustan um Kúrsk var síðasta tilraun þjóðverja til að ná frumkvæði á austuvígstöðvunum. Héðan í frá lá ekki annað fyrir þeim en að hörfa og hörfa æ lengra vestur á bógin.