[Junkers Ju 87B Stuka]
Mest notaða ‘dífu’-sprengjuflugvél nasistanna í seinni heimstyrjöldinni. Hún var með meðal létta sprengjuhleðslu
og þunga ‘skott’-vélbyssu. Hún var fyrst prófuð í byrjun styrjaldarinnar á lítinn grískan bæ (minnir mig).
[Messerschmitt Bf-109e]
Orrustuflugvél nasistanna með tvær þunghlaðnar vélbyssur og stundum
eina létta sprengju. Þetta var mest notaða flugvél nasista og var framleidd í þúsundatali.
-Smá innskot- Jafnvel þótt Me 262 hefði ekki verið fullþróuð fyrr en í lok stríðsins, þá hefði ég alveg viljað sjá hana hérna einhversstaðar!
-Amerísku vélarnar-
[B-17]
Aðallega þekkt sem ‘The Flying Fortress’, með sjö þungar vélbyssur
og mjjööögggggg þungt hlað af sprengjum þá var þessi vél næstum
ódrepandi, (þrátt fyrir það féll mikið af þeim í stríðinu). Gerði
þessi vél massívann skaða í stríðinu og gerði árásir á stærstu
borgir þýskalands.
[F4U Corsair]
Þessi vél var mjög algeng á flugmóðurskipum gott að stýra. Vængirnir hennar voru furðulegir í laginu, litu út eins og gleitt ‘v’.
[P-51 Mustang]
Hún var frekar hraðskreið og oft notuð sem fylgdarflugvél fyrir sprengjuflugvélar bandamanna.
[SBD-6 Dauntless]
Ein algengasta ‘dífu’ sprengjuflugvél Bandaríkjamanna, var mjög áreiðanleg og aðallega notuð í/yfir Kyrrahafinu.
-Rússnesku vélarnar-
[Yak-9]
Fyrst notuð í orrustunni um Stalíngrad. Hún var ekki næstum eins tæknivædd og þýsku vélarnar en Rússarnir bættu upp fyrir það með fjöldaframleiðslu á þeim.
-Ensku vélarnar-
[Spitfire Mk VB]
Besta orrustuflugvélin í síðari heimsstyrjöldinni. Þarfnast ekki frekari málalenginga!
-Japönsku vélarnar-
[Aichi D3A1 Val]
Tundurskeytissprengjuvél (nokkuð stórt orð, ekki satt???) sem öðlaðist frægð fyrir þann stóra þátt sem hún átti í sigri Japana við Pearl Harbor. Hún var, líkt og Stúkan, einnig með ‘skott’ vélbyssu.
[A6 Mitsubishi Zeke/Zero]
Algengasta orrustuflugvél japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tók einnig stóran þátt í árásinni á Perluhöfn.
Mattinn
Alias: Der Führer