Eins og flestir ykkar vita þá er nýr Battlefield leikur kominn og er tímabært að skella upp nýjum banner.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, lestu þá eftirfarandi:
Bannerinn þarf að vera 629px x 107px og það væri ekki verra ef hann er í .png formi.
Sendið bannerinn inn á áhugamálið sem mynd, en passið að hafa forskeytið “Keppni - ”.
Ég ætlast til að þið notið alvöru forrit(ekki paint).
Þessi keppni mun standa þar til ég er orðinn sáttur með magn bannera. Þegar keppnin er búin verður send inn könnun þar sem úrslitin fara fram.
Við stjórnendur áskiljum okkur þann rétt til að hafna bannerum sem okkur finnst ekki vera við hæfi.
Góða skemmtun. :)