Ef BF2C væri clan þá væri það c.a. 15000 manna (og kven-manna:) clan, en það er ekki clan.
Þetta er í raun risa-leikjaspilara samfélag fyrir BF2 spilara sem heldur utanum “Virtual Army's” sem eru skapaðir að fyrirmynd herjanna í leiknum s.s. USMC, MEC, PLA og EURO, sem berjast um yfirráð í heiminum í 3 mánaða svokölluðum “Tour of Duty” (eitt áskriftartímabil).
Það eru c.a. 8-12 íslendingar þarna nú þegar, þið hafið kannski séð eitthverja af þeim á BTnet serverinum, og þá með tags einsog [1MC],[9IF] eða [24P].
Annars nánar um BF2C hér: http://en.wikipedia.org/wiki/BF2Combat http://www.bf2combat.net/about.php
————————————————–
BF2Combat_Upplýsinga_bæklingur v1.0;)
Þetta er svona tilraun til að þjappa öllu infóinu um BF2C í einn póst vona að þetta sé nógu skýrt og að ég sé ekki að gleyma neinu :P
Hverjar eru kröfurnar fyrir að geta skráð sig í BF2Combat “Tour of Duty”?
Nr1: Þú þarft Paypal reikning https://www.paypal.com/ og $9.95 (3mánaða áskrift) eða eitthvern sem á paypal reikning og myndi vilja sponsora þig.
Nr2: Þú þarft að vera a.m.k. 16 ára (samt er möguleiki á undantekningum fyrir mjög færa leikmenn).
Nr3: Þú þarft að geta skilið og gert þig skiljanlegan á ensku.
Nr4: Þú þarft að taka þátt í sem flestum orustum/æfingum sem þín deild er skráð í.
Nr5: Þú þarft að geta tekið við skipunum og fylgt þeim eftir og spilað sem teamplayer.
Nr6: Þú þarft að geta tekið frá tíma á bilinu 18:00-04:00 á fimmtudögum og/eða 16:00-02:00 á sunnudögum fyrir spilun, æfingar eru á mismunandi tímum eftir her og deild. Stöðuhækkanir (og lækkanir) fara eftir frammistöðu í orustum/æfingum, mætingu á þær ásamt þáttöku í umræðu á forums o.s.f.
Nr7: Þú þarft að hafa ótakmarkað erlent dl eða nóg fyrir 2-4GB af niðurhali á mánuði af kortum/gögnum og nýjum útgáfum af þessum kortum/gögnum.
Nr8: Þú þarft ekki að eiga viðbæturnar Special Forces, Euro Force eða Armour Fury til að geta spilað bara BF2 orginal.
Hvað þarf ég að gera til að geta tekið þátt í BF2C?
Skref 1: Farðu á http://www.bf2combat.net/
Skref 2: Skráðu þig á Forums (mæli með að hafa sama nick og í leiknum).
Skref 3: Farðu á forsíðuna og veldu áskriftar leið 3/6 months (ef ert sponseraður þá sér sponserinn um þennan hluta).
Skref 4: Veldu her USMC, MEC, PLA eða EURO (ef ert sponseraður þá sér sponserinn um þennan hluta).
Skref 5: Eftir að greiðslan hefur verið móttekin þá hefurðu aðgang að forum fyrir viðkomandi her, farðu þar inn og gefðu þær upplýsingar um þig sem beðið er um á þráði með heiti eins og ***Recruits Start Here*** (mismunandi eftir her/forum), hér tekurðu líka framm í hvaða deild innan hersins þú vilt sækja um (ef ert sponseraður þá er það oftast vegna þess að sponserinn fær að velja í hvaða her/deild þú ferð).
Skref 6: Farðu á http://www.bf2combat.net/forum/downloads.php og náðu í og settu upp NET Framework ef ert ekki með það þegar uppsett og settu svo upp “BF2 Combat Map Downloader” forritið og niðurhalaðu þessum 1.1-1.4gb af BF2C custom maps o.s.f. (vertu viss um að keyra forritið alltaf nokkru fyrir orustur/æfingar til að hafa alltaf nýjustu útgáfuna af kortunum)
Skref 7: Þegar þú hefur fengið svar við umsókninni (getur tekið allt frá nokkrum klst til nokkurra daga) og í hvaða deild þú hefur verið settur (það er ekki öruggt að komast að í air og tank deildum) í svarinu er þér úthlutaður breytt nick, breyttu nickinu þínu á foruminu og svo í TS á eftir í samræmi við það, svo næst þá þarftu að fara í Bootcamp.Skref 8: Nú er rétti tíminn að setja upp Teamspeak, allar upplýsingar um IP, Rásir, stillingar og lykilorð eiga að vera á forum viðkomandi hers undir pósti eins og ***Teamspeak Settings*** (mismunandi eftir her), ef ert í vanda póstaðu vandamálinu á foruminu undir Techsupport eða pósti með svipuðu nafni.
Skref 9: Til að komast í bootcamp þá þarftu að “report to” yfirmanns sem tilgreindur var í svarinu við deildarumsókninni að ofan, sendu honum PM og biddu um tímasetningu fyrir bootcamp (a.t.h. að mikilvægt er að reikna út rétta tímann t.d. 1200 EST er 1600 GMT) svo láttu fylgja með að þú sért á GMT tíma.
Skref 10: Mættu á Teamspeak rás herdeildarinnar þinnar á réttum tíma (alltaf gott að koma dálítið fyrir og spjalla, hjálpar t.d. við að brjóta ísinn o.s.f.) og þar áttu að fá allar upplýsingar um Server IP port og lykilorð á Bootcamp serverinum frá yfirmanninum sem sér um bootcampið, eftir bootcamp sem tekur allt frá 30mín til 2klst þá hækkarðu í tign úr Recruit (Rct) í Private (Pvt)(getur verið mismunandi eftir her), vertu viss um að þú breytir nickinu þínu á foruminu og í TS í samræmi við það.
Skref 11: You are now a fully fledged member of the BF2C society, congratulation private!!! you may carry on ;) já nú áttu að geta spjarað þig á eigin spýtur í BF2C, gangi þér vel.
Held þetta sé nokkurnveginn allt uppfæri etta ef eitthvað breytist eða mér hafi yfirsést eitthvað.
Artic_Viking :]
————————————————–
Nýrri útgáfu af “BF2Combat_Upplýsinga_bæklingur v1.0;)” væri að finna á neðangreindum tengli ef ástæða hefur verið til að uppfæra upplýsingarnar.
http://marine.skima.is/89th/phpBB2/viewtopic.php?t=2824&sid=0a2fde58d59b7afd3ae085a3f5a165d7
...