Ég hef tekið eftir því að einhver umræða hefur verið um vælara eða vælukjóa sem væla yfir reglum um spawncamp og fleirra. Menn eins og ég sem eru hlyntir reglum sem sporna við spawncampi og öðrum leiðinda aðferðum erum víst orðnir regludýrkendur og erum með einhverja sjálfsvorkun.
Ég get ekki tekið undir þær fullyrðingar né heldur rökstuðning þeirra manna sem halda slíku fram.
Greinahöfndur nokkur hér á þessu áhugamáli talar mikið um að þetta sé stríðsleikur og skrifar það meira að segja með stórum stöfum. Þar sem þetta er stríðsleikur þá meiga menn búast við því að verða drepnir, segir hann síðan. Það er rétt hjá honum, ansi klár strákur þarna á ferð, en er það eina sem við meigum búast við af leiknum?
Í stað þess að ausa yfir mönnum um að þetta sér stríðsleikur, sem ég held að hafi ekki farið fram hjá neinum, þá ættum við að spyrja okkur afhverju við teljum okkur þurfa að setja einhverjar reglur.
Ég er þeirra skoðunar að við setjum okkur reglur til að hámarka skemmtanagildi leiksins. Leikurinn er ekki fullkominn og má segja að hann sé í stöðugri þróun þ.e. á meðan enn er verið að patcha leikinn. Við meigum heldur ekki gleyma því að leikurinn býður upp á það að settar séu reglur. Oft má gera góðan leik betri með smá lagfæringu.
Nú gæti einhver sagt, ég keypti leikinn og ég vil bara fá að spila hann eins og mér sýnist og engum kemur það við. Á móti kemur að ef menn vilja spila á netinu við aðara spilar verða þeir að hlýta þeim reglum sem serverinn hefur. Ég legg til að þeir sem vilja spila leikinn bara eins og þeim sýnist stofni sinn eiginn server og ef það er eftirsókn í spawncamp og þess háttar þá verður það pakkaður server.
BF 1942, vietnam og tivsturinn eru meira en bara einhver leikur, BF hefur skapað samfélag jafnvel menningu ef svo má að orði komast. Með sífelt fleirri leikjum og auknu afþreyingarefni verður erfiðara og erfiðara að fá nýja spilara inn, hvað þá bara að halda í þá gömlu. Fyrir okkur sem hafa áhuga á að spila leikinn og viðhalda skemmtilegu samfélagi í kringum hann verðum að spyrja okkur hvort reglur séu nauðsynlegar á serverum og þá líka hvaða reglur og hversu langt má ganga?
Ég hvet alla spilara sem lesa greinina að leggja eitthvað til, þó ekki nema bara eina línu um reglur/regluleysi leiksins.