Kæru battlefield áhugamenn og aðrir sem einhverra hluta vegna eru að lesa þetta rugl í mér. Ég hef ekki spilað battlefield í þó nokkurn tíma og ég hef ekki lengur tilhug að spila hann að neinu gagni í framtíðinni eða annan sambærilegan leik.
En, svo ég hljómi nú eins og prestur yfir eigin jarðsetningu þá langar mig að rifja upp allar þær góðu stundir sem ég hef eytt, ekki einungis í BF heldur líka í CS og DoD afþví að ég veit að það verður svo skemmtilegt og gaman fyrir alla að lesa, og mér finnst svo gaman þegar öðrum þykir gaman. Allavega, ég byrjaði sem smá strákasni sem asnaðist inní hinn asnalega CS heim, ekki illa meint góðu CS-arar, þá var netið frekar nýtt, allavega fyrir mér og það var draumur í dollu að geta spilað first-person skotleik online. Ég var frekar óþroskaður einstaklingur á þeim tíma, hef kannski verið svona 16 ára og ég man eftir fyrsta “bögginu” mínu, það var þegar ég varð pirraður yfir því að Preacher var alltaf að drepa mig. Ég kallaði hann bévítans svindlara. Þetta var einnig fyrsta snerting mín við vefsamfélagið að einhverju viti og lærði maður smátt og smátt að maður tjáir sig öðruvísi á því þ.e veraldarvefnum heldur en í alvörunni, t.d “þú ert hálviti” hljómar mjög neikvætt sem skilaboð í gegnum textaglugga heldur en maður myndi segja það beint við gaurinn, á texta eru skilaboðin tvísýn jafnvel margsýn og er það mannlegt eðli að túlka þau fyrst og fremst á versta veg.
Ég spilaði CS í nokkur ár, stofnaði klön og jarðaði klön, svo sem [Faith] ásamt [Faith]Saint. Ég varð ágætlega þéttur á tímabili en ég tók eftir því að mér reis hold þegar ég sá Day of Defeat eða DoD. Til að eyða öllum vafa þá geri ég ráð fyrir því að þið takið ákveðnu orðalagi í síðustu setningu ekki bókstaflega. Dod var nýtt fyrirbæri, WW2 leikur með öllu tilheyrandi, þar fann ég Guð og lék mér eins og vitleysingur væri og fraggaði mann og annan. Ég stofnaði [.50]Cal, margir misskildu þetta tag sem 50 kaloríur eða eitthvað, hins vegar átti þetta að vera 50 caliber. Ég hef aldrei á ævinni verið kallaður svindlari jafnoft og þá þessu tímabili, ég var einfaldlega “sæmilegur” miðað við mótherja mína. Leikurinn hafði ekkert recoil á byssum(fyrstu útgáfurnar) og virtist það höfða mjög til mín. Omaha beach kortið náði ég jafnan mestu skori þar sem ég lá efst uppi með sniper og ták út lýðinn áður en hann spawnaði nánast. Ahh minningar, en svo komu þau örlög sem þykir best að svipta menn úr blóma lífsins og slá þá utan undir með úldnum fiski. Leikurinn var patchaður, með breytingum sem krafðist allt annars leikstíls en maður hafði vanist, ég vandist aldrei almennilega þessu nýja recoil systemi með þessu nýja viðbjóðslega crosshairi, var það meðal annars sú skýring að ég lét mig hverfa úr Half-life samfélaginu.
Ég átti ekki einungis sæludaga í dvöl minni í Half-life samfélaginu ónei, engin verður óbarinn biskup segja sumir en ég segi, engin verður ófleimaður niðurbrotinn vitleysingur sem neyðist til að byrja nýtt líf í nýjum tölvuleik. Ég átti í útistöðum við að mér skilst marga, vegna kjafbrúks og annarskonar ósiðlegrar hegðunnar, ég vill hins vegar að sem flestir viti, þó einhverjir hafi sakað mig um svo, en þá hef ég ALDREI lagt mér svindl til munns. Mér er sérstaklega minnistætt eitt ákveðið atvik sem bar á borð á korkum Dod. Ég hafði samið hræðilega skoðannakönnun sem spurði hvert besta dod klanið væri. Ég hafði gleymt sumum klönum í könnununni og innifalið önnur sem voru jafnvel ekki til lengur. Orðaskipti urðu milli manna og drengja, aðalega drengja, flest þeirra illu blóði bundin í átt til mín er ég vægast sagt vandræðalega reyndi að réttlæta þessa annars slæmu könnun með vægast sagt slökum tilsvörum. Nýlega fann ég umræddann þráð og fannst mér óhugnarlegt að lesa. Hér er slóði á þessa skrautlegu umræður sem fóru þar fram.
Nú komum við af Battlefield, mér var bent á demó af first-person skotleik þar sem maður gat farið í faratæki svo sem skriðdreka og notað til að herja á óvini. Ég stökk á þessa vísbendingu og tók ég því þátt frá upphafi í samfélagi eins besta netspilunarleik sögunnar þ.e Bf 1942. Mér var fljótlega boðið í klan kunningja minna [Fantar] og nutum við þess að spila mp demóið, wake island. Leikurinn var mjög frábrugðinn þá en hann svo að lokum varð t.a.m var mjög erfitt að hitta óvini vegna laggs ekki ping heldur var leikurinn einfaldlega ill kóðaður á þessu sviði. Þetta var þó fljótt lagað í plástrum.
Fantar og 89th rufu meyjarhaft íslensks battlefield stríða með eftiriminnilegum leik í Omaha beach og Karkow þar sem 89th einfaldlega tóku okkur í ósmurt þegar þeir sökktu skipinu okkar strax í byrjun, við vorum skelfingulostnir og hugðumst hefna okkar í Karkow og við svo sannarlega gerðum það. Við unnum það stórt að við vorum yfir í heildar stigum úr báðum kortum.
Fleiri keppnir voru haldnar og mót eins og Thursinn þar sem Fantar töpuðu ekki leik í deildarkeppninni og vorum með afgerandi forystu, en svo kom fengum við högg í andlitið með úldnum fiski, gott ef það var ekki sá sami og hafði barið mig til vit fyrir nokkrum árum. Fjögura liða útsláttarkeppni var haldin eftir deildarkeppnina þar sem fjögur eftstu liðin kepptu til að endanlega gera út um siguvegarann og vitir menn við vorum slegnir út af erkifjendum okkar í 89th með naumum ósigri. Það var mikið áfall fyrir okkur nógu mikið áfall til að nokkrir “minni” fantar ákváðu að yfirgefa okkur, smátt og smátt veslaðist klanið upp, þó það hefði ekki hætt formlega störfum fyrr en a.m.k ári seinna. Til að gera langa sögu stutta þá var klanið Fantar eins og Ikarus sem flaug of hátt og hrapaði til jarðar.
Battlefield Vietnam lagði ég stund á um tíma en spilað ekkert rosalega mikið. Battlefield 2 hins vegar hef ég spilað þó nokkuð en hann ásamt vietnam náði aldrei jafn miklum vinsældum og bf1942 sem er sorglegt því hann hefur margt uppá að bjóða sem undanfarar hans höfðu ekki.
Þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra og ef þú kæri lesandi ert hefur virkilega lesið alla þessa grein þá ertu frábær. Ég vill þakka öllum fyrir að hafa umborið mig allan þennan tíma, þetta er búið að vera æðislegt en allt gott endar einhverntíman, ég mun kannski taka í spil annað slagið en það verður ekkert áberandi. Lifið heil og megi mörg fröggin verða í vegi ykkar.
Torquemada