Sniper er að mínu mati ónauðsinnlegasti klassinn þegar nokkrir spilarar ákveða að vinna saman sem hópur (squad) en ganga ekki bara til liðs við hóp til þess að geta byrjað nær bardaganum (þar sem hóps foringinn er). En allavega þá finnst mér hann vera ónauðsinnlegastur í samvinnandi hópi því það ekkert sem sniper hefur uppá að bjóða í “þröngum” hópi. Það sem sniper á hinsvegar að gera er að liggja í leyni einhverstaðar langt frá bardaga (2 – 300 metra fjarlægð) og skjóta niður andstæðinginn sem er í þann mund að fara að skjóta liðsfélaga þinn. Ég meina, er nokkuð meira pirrandi en að læðast upp að hópi óvina og vera að fara að skjóta þá þegar þú færð skot í hnakkann og sérð að þú hefur verðið drepinn með sniper riffli (M24, Type 88, SVD eða M95).
Það er um að gera að fara á einhvern afskertann stað í borðinnu þar sem þú hefur góða yfirsín yfir borðið, setja niður einn eða tvo “claymore-a” (svo óvinur komi ekki aftan að þér og skeri þig upp eins og skurðlæknir), leggjast svo niður og gata höfuð óvinsins. Þó sniper klassinn sé sá klassi sem veitir þér sennilega fæst stig, þá færðu mikið útúr honum. Persónulega fynnst mér skemmtilegra að drepa 5-8 óvini með sniper í einni umferð heldur en 15-20 í skriðdreka/APC. Góðir staðir eru ekki upp í krana né ofaná húsi, heldur er það bakvið tré, stein eða runna upp í fjallshlíð ef færi á slíku gefst.
Nú ætla ég aðeins að fara yfir vopnin.

Claymore: Það sem sniper klassinn hefur umfram aðra klassa er þessi mikilvæga jarðsprengja, en hún nemur hreyfingu. Ef einhver labbar fyrir framan hana springur hún, vinir sem óvinir. Það er mikilvægt að hugsa áður en þú setur niður “claymore”, maður verður að hugsa margt s.s. “Mun óvinurinn sjá hana og forðast hana ef ég set hana hér?” og “Munu vinir labba þessa leið oft?” og margt fleira. Passaðu þig ef þú sérð rauða hauskúpú að hugsa út í hvar hún er, því margir hugsa sennilega “Rauð hauskúpa = C4” og hlaupa inn í hauskúpuna, drepast og punisha (sem minnir mig á þennan þráð). Það síðasta sem ég ætla að nefna í sambandi við “claymore” er dáldið sem ég vissi ekki fyrr en ég las mig til um “claymore” en það er að aðeins önnur hlið sprengjunnar er næm fyrir hreyfingu, hliðin sem snýr frá þér þegar þú setur hana niður (sem er nú sjálfsagt þegar maður hugsar aðeins út í málið.

Rifflar:

M24: Þessi sniper er notaður af Bandaríska hernum (í leiknum) og er mjög nákvæmur og drífur langt en einhverstaðar heyrði ég töluna “5-600 metra” nefnda. Allavega þá notast riffillinn við “bolt acion” en það þýðir að maður þarf að draga til baka stykkið sem færir kúluna í hlaupið. Það tekur um eina sekúndu og getur maður því misst sjónar af meintu fórnarlambi en þó getur maður haldið skot takkanum inni (í flestum tilfellum vinstri músarhnappur), líkt og þegar skotið er úr SRAW eða Eryx (AT eldflaugar byssurnar), og fylgst þannig með því hvort eða hvert meint fórnarlamb flýr. Þessi svokallaða “bolt acion” veldur því að riffillinn er nákvæmari og betri (meiðir meira) um leið en M24 er með 95 í “damage”, meira en helmingi meira en hinir tveir rifflarnir (Type 88 og SVD). Riffillinn hefur 5 skot í hverju magasíni og hermaður hefur 5 magasín á sér.

Type 88 og SVD: Ég ákvað að lísa þessum rifflum saman því þeir eru svo líkir ef ekki alveg eins (notfærslulega séð). Type 88 er Kínveski riffillinn og SVD MEC riffillinn. Þeir eru báðir Semi-auto og drífa aðeins styttra en Bandaríski (hef ég heyrt) en þeir eiga að drífa “4-500 metra”. Þeir eru kraftminni en M24 en geta skotið u.þ.b. 8 skotum á meðan M24 getur skotið fjórum. Báðir hafa þeir (T. 88 og SVD) 10 skot í magasín og 5 magasín á hermann líkt og þeir bandarísku. Hvert skot gerir hinsvegar 45 í “damage” eða meira en helmingi minna en sá bandaríski og jafnar það út hversu mörgum fleiri skotum spilari getur skotið með þessum tveimur.

Þá held ég að þetta sé bara komið en ef þið viljið sjá M95 (unlock sniperinn) þá er það hér.

Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu!