Þar sem það eru búnar að koma örfáar greinar um einhverja klassa hérna og meðal annars tvær um Spec Ops þá ætla ég að gera grein um Support, aðallega vopnin sem þeir bera, eða aðal vopnið þeirra sem er létt vélbyssa.
USA (United States of America, einhvernveginn þarf maður alltaf að byrja á þeim)
Þeir bera vélbyssu sem ber heitið M-249 SAW sem merkir Squad Automatic Weapon. Hún var gerð af hinu fræga belgíska fyrirtæki FN Herstal sem framleiðir afbragðs vopn, þar á meðal skammbyssuna Five-Seven og P-90 handvélbyssuna og svo ekki sé minnst á M2HB .50 cal og margar fleiri. Ok, en hún var fundin upp seint á 8. áratugnum en kommst ekki í fjöldaframleiðslu fyrr en 1982 í Belgíu og á næstum sama tíma komst hún í notkum hjá bandaríska hernum. Síðan hún var tekin í notkun hafa nokkrar gerðir í viðbót sprottið upp t.d. Para model sem er með styttra hlaup og stillanlegt skefti.
Skot: 5.56x45mm NATO eða .223 cal Rem.
Þyngd: 7.1 kg.
Heildarlengd: 1040mm eða einn meter og 4cm.
Hlauplengd: 465mm eða 46.5cm
Hleðsla: Venjulega 200 skota kassi en getur notað M-16 STANAG magasín.
Skothraði: Frá 750-1000 skot á mínútu.
PLA (People’s Liberation Army, bara kínverski herinn, eða bara kommúnistar)
Þeir eru með tiltölulega nýtt eða “ungt og óreynt” vopn eða QBZ-95 LMG eða Type-95 riffilinn umbreyttann í Light Machine Gun gerðina sem er þá með þungt og lengra hlaup. Seint á 9.áratugnum byrjuðu kínverjar að þróa nýtt skot sem kallað ætti 5.8x42mm, það átti að vera betra en bandaríska 5.56 og rússneska 5.45.Um leið og nýja skotið var tilbúið byrjuðu kínverjar að þróa nýja fjölskyldu af vopnum sem átti að vera alveg ný og nútímaleg vopn en ekkert allveg nýjann mekanisma eða allveg allt nýtt. Hún var þróuð og hönnuð árið 1995 en sást ekki fyrst á vesturlöndum fyrr en ’97 þegar Kínverjar tóku yfir Hong Kong of sáu menn þá greinilega að þeir voru komnir með nýtt vopn.
(Upplýsingar sem gefnar eru upp hérna á eftir eru af standard rifflinum þar sem ég fann ekki neinar upplýsingar um LMG gerðina, þið fyrirgefið)
Skot: 5.8x42mm.
Þyngd: 3.4 kg. (Riffil gerðin ATH)
Heildarlengd: 760mm eða 76cm.
Hlauplengd: 520mm eða 52cm.
Hleðsla: 30 skota magasín en ég er allveg viss um að hún geti tekið hring magasín.
Skothraði: 650 skot á mínútu.
MEC (Middle East Coalition eða Sameinuð Miðausturlönd)
Þeir eru vopnaðir hinni frægu RPK-74 sem er kominn af hinni frægu vopnseríu Kalashnikovs, en RPK-74 er betrum bætt útgáfa af RPK vélbyssunni. Hún er eiginlega bara hin gamla RPK vélbyssa mjókkuð fyrir 5.45 skotið, skotið er í allvöru 5.62mm á breidd en það er kallað 5.45, af hverju, ég hef ekki grænann. Þessi byssa hefur reynst vel og er í notkun hjá mörgum þjóðum eins og margar aðrar byssur frá Kalashnikov/Izhmash verksmiðjunum. Það er reyndar ekki mjög algengt að nota hring magasín eins og í leiknum því þau eru svo fágæt en eru þau mikið eftirsóknarverð í átökum eins og í Tsétséníu, þar sem aðeins fáir eru vopnaðir þannig hylki.
Skot: 5.54x39mm.
Þyngd: 5kg. með tvístandi.
Heildarlengd: 1060mm eða 106cm, aðeins 2cm lengri en M-249.
Hlauplengd: 590mm eða 59cm.
Hleðsla: Venjulega 45 skota magasín, getur tekið venjuleg AK magasín eg þarf og svo líka 75 skota hring.
Skothraði: 650 skot á mínútu.
Unlock vélbyssan er PKM þunga vélbyssan.
Hér er lýsing á PKM.
http://www.hugi.is/bf/articles.php?page=view&contentId=2259939
Ég byggi þessa grein á staðreindum og ef einhver hefur ekki áhuga á þessu þá ekkert vera að tjá sig um það og segja að þetta skifti engu máli.
Takk fyrir mig
Kv. Bjarki.