Það var búið að gera engineer grein, þannig að ég ætla að gera grein um spec op.
Spec op er í augnarblikinu uppáhalds klassinn minn ásamt engineer. Möguleikarnir sem þessi klass býður uppá eru óendanlegir. Hann er kannski allt nema close combat “brute” riffillinn sem hann hefur gefur einfaldlega ekki nægilegt “stopping power”. Hann er hinsvegar góður úr fjarlægð þar sem hittnin á þeim er afbragðs góð.
Spec op virkar best bakvið víglínu óvinarins þar sem hann getur, eyðilagt radar, UAV stjórnstöðina og fallbyssurnar. Þar af leiðandi er hann martröð commandersins.
Sprengjurnar má nota á ýmsa vegu t.d (uppáhaldið mitt) setja gildur á vegi og sprengja skriðdreka, apc… þegar þeir keyra yfir þær.
Það er munur á sprengjunum(c4) í BF2 og (tnt) BF1942. C4 festast á óvinatækjum, veggjum og öðru föstu efni, þar af leiðandi getur óvinurinn ekki keyrt í burtu frá sprengjunum þegar þær eru komnar á skriðdrekann. Eitt nasty trix er að setja eina aftan á flugvél eða þyrlu hjá óvininum og leyfa þeim að taka á loft og fljúga í burtu, svo styðja á rauða hnappinn.
Annað trix er að setja tvær c4 á húddið á jeppanum, keyra svo á fullri ferð í átta að skriðdreka, hoppa út rétt áður og jeppanum að flakka á skriðdrekann og svo sprengja.
Ef þig langar í upptekinn óvina skriðdreka þá er spec op þeim hæfileikum gæddur að geta sagt við gaurinn í skriðdrekanum “Hey, farðu út úr skriðdrekanum því ég ætla að fá hann lánaðann” m.ö.o ef þú hleypur upp að skriðdrekanum setur c4 á hann, og óvinurinn tekur eftir því, þá segir sjálfsbjörgunarhvötin honum að hoppa út, þá sprengir þú ekki c4 heldur hoppar í skriðdrekann.
Möguleikarnir eru margir og miklu fleiri en ég hef talið upp. Spec op getur samt gert ýmislegt annað en að sprengja, hann getur hlaupið langt, hann hefur hljóðdeyfi á skammbyssunni og hann hefur hníf, allt til þess ætlað að drepa hljóðlega.
Eftirfarandi eru komment á vopnin sem spec op hefur.
M4 CARBINE: Besta byssan fyrir utan g36, mjög gott “down the sight” útsýni, hittinn og þokkalegt damage.
AKS-74U CARBINE: Tiltölulega gott damage en frekar óhittin miðað við hinar spec op byssurnar. Gott “down the sight” útsýni.
TYPE-95: Hef ekki notað þessa byssu mikið því ég forðast að vera kínverskur spec op útaf því að þessi byssa býður uppá hörmulegt “down the sight” útsýni. Þegar þú miðar með henni minnkar útsýnið um 80%.
G36C: Snilldar vopn, mæli hiklaust með þessum. Frábær hittni og ágætis damage.