Núna verður Þessi frábæri klassi tekinn til umjöllunar.
Fljótir og lífshættulegir þá koma Special Forces mennirnir vopnaðir hnífum, hljóðdeyfðum pístolum, “Carbines”, handsprengjum og síðast en ekki síst C4.
C4, sem hægt er að festa á veggi, sem og farartæki, eru stórhættuleg vopn þegar búið er að mastera þau. Mun ég koma inná það síðar.
Hljóðdeyfð skammbyssa getur tekið út menn án þess að heyrist hvaðan skotin koma (Eins og nafnið gefur til kynna ;D). Mér hefur reyndar fundist að þessar byssur séu aðeins kraftminni en aðrar skammbyssur, en það gæti vel verið bara ég…
Bandaríski hermaður ber á sér hníf, Hljóðdeyfða skammbyssu, M4 Light Carbine, handsprengjur og C4.
M4 er létta útgáfan af M16 og skýtur samskonar skotum. Hún hefur svipaða meðhöndlun og nákvæmni en gerir minna Damage og kemur með rauðu punktamiði.
Þessi byssa er með 25 í Damage og accuracy í High.
Næst komum við að kínverska Spec-ops hermanninum.
Hann er með sömu vopn og bandaríski hermaðurinn fyrir utan QSZ-92 skammbyssuna og QBZ-97 Carbine.
QBZ-97 er nýjasta viðbótin við við PLA Armory (Þýðing einhver?) og skýtur 5.8mm kúlum úr 30 skota magasíni. Einnig er hún með 25 i damage.
MEC Spec-ops er með AK-74U sem er stytt útgáfa af AK-74. Hún er með 29 í Damage en það kemur niður á Accuracy hjá henni sem er aðeins í Medium, á meðan hinar eru i high.
Á öllum þessum byssum er hægt að stilla skottíðni á Full auto/semi auto.
Spec ops klassinn unlockar byssunni G36C, sem er uppáhalds byssan mín í leiknum. Hún er lítil útgáfa af G36, vegur 2.8 kíló og er 500mm með Buttstock á. Í full-auto getur hún skotið 750 skotum á mínútu og er með damage í 25.
Hljóðdeyfðu byssurnar eru til að hafa hljóðan dauða hjá óvininum en ef þú vilt framkvæma smá hávaða þá er C4 tilvalinn til verksins. Með því að geta fest þetta á allt sem steini er þyngra þá er þetta magnað til að verja base og einnig þarf ekki nema 2 pakka til að óvinurinn í hinu liðinu, sem var í flotta skriðdrekanum sínum fari að lemja í lyklaborðið sitt :D
C4 er gert til að eyðileggja hluti þannig að notaðu það vel. Það þarf tvo pakka á allt dótið sem commander stjórnar.
Special Forces er ekki varinn með Body Armor eins og Assault og Support þannig að passaðu hvert þú ert að ana á vígvellinum.
Með kveðju: Siggi