Næst ætla ég að fjalla um medic. Ég ætla að reyna að hafa greinina meira “Professional” núna ;)
Aðalhlutverk Medics í leiknum er að sjálfsögðu að lækna særða leikmenn á vígvellinum.
Breyting til góðs frá Gamla góða Bf '42 í Medic klassanum er sú að hann er kominn með “Shock paddles” en þær eru til að lækna alvarlega særða menn á vettvangi.
Ef hermaður er skotinn alvarlega þá getur hann beðið í 15 sekúndur og kallað á medic (Ef hann deyr ekki strax auðvitað :D) og getur medic þá bjargað lífi hans. Að auki geta Shock paddles drepið óvin þar sem að hann liggur í felum og er að drita niður og búa til vinnu fyrir þig.
Medic getur líka hoppað uppí farartæki og gert það að “sjúkrabíl”.
Þegar menn eru að spila þennan klassa þá ber að hafa í huga að áður en lífum er bjargað þá ber að kíkja að því hvort óvinir eru nálægt og/eða þú sért nálægt control point. Það er engin ástæða til að hætta lífi og limum til að bjarga manninum ef hann getur byrjað rétt hjá eftir 5 til 10 sekúndur…
Þegar maður er medic þá er maður með sömu byssu og Assault í liðinu þínu fyrir utan það litla smáatriði að þú ert ekki með Grenade Launcher.
Svo þegar þú ert medic þá er um að gera að falla inní hóp hjá vinum og/eða vandamönnum og lækna þá ef þeir deyja.
Medic er með hníf. Þegar hermenn í þessum leik eru með hníf þá er mjög gaman að nota hann til að niðurlægja hinn leikmanninn. Ég tala nú ekki um þegar þú hleypur á móti honum og stingur einum í hjartað :D
Þeir eru líka með skammbyssur sem secondary weapon. Það er alltaf gott að eiga fulla skammbyssu ef þú skyldir átta þig á að allt í einu ertu búinn með skotin í Primary weapon hjá þér. Hermaðurinn er með skammbyssu sem tekur 15 skota magasín og ber á sér að auki 120 skot.
Næst koma handsprengjurnar. Það er alltaf gott að vera með 4 handsprengjur til vonar og vara. Þerar búið er að mastera þann mikilvæga hæfileika að kasta “grensu” þá getur hann komið að miklum notum í skrimmum og auðvitað á public.
Fyrir þá sem ekki vita það þá kastar maður grensu miklu lengra ef maður hleypur, hoppar og kastar á rétta augnablikinu. Einnig er hægt að halda inni hægri músartakkanum til að stjórna því hversu langt þú vilt að grensan fari.
Þá er komið að Medic pakkanum. Hann er notaður til að lækna hermenn. Það eina sem þú þarft að gera er að halda á honum í höndunum og þá læknar þú nærkomandi hermenn í kringum þig.
Einnig með Medic kassann, Það er hægt að kasta honum frá sér. Þú byrjar með 3 Medic kassa (held ég fari með rétt mál) og ef þú kastar einum þá fyllist á hjá þér.
En passaðu hvar þú kastar þessum mjög svo hjálparlegu boxum því að óvinurinn getur líka tekið þetta upp og er þá kominn með fullt líf.
Nú er komið að shock paddles/Defibrillator.
Allir Medics hafa þessar græjur og þær koma að miklum notum, ef til dæmis er verið að læðast inní óvinabase þá geturðu, ef þú ert góður medic, verið viss um að hafa mann þér við hlið.
Núna er komið að Primary byssum sem Medics bera.
US hermaðurinn ber á sér M16A2. Þessi byssa er með Three shot burst (sem þýðir einfaldlega að þú skýtur þremur skotum í einu í staðinn fyrir full automatic) M16A2 er með betri hittni en hinar Medic byssurnar en því miður bara með 30 í damage. M16A2 tekur 30 skota magasín.
Kínverski hermaðurinn er með AK-47. Hún er með átta stigum meira en M16A2, eða 38, en niður á móti kemur að hún er með minni hittni, eða bara Medium, á meðan M16 er með High.
Hún skýtur kraftmiklum 7.62mm skotum úr 30 skota magasíni.
Nú, síðastur, en alls ekki sístur, er MEC Medic, sem ber byssuna AK-101. Hún er með damage í 37, einu stigi lægra en kínverski hermaðurinn og er með Medium/High hittni. AK-101 skýtur 5.56mm NATO kúlum úr 30 skota magasíni og getur hún skotið 600 kúlum á mínútu. Einnig er hægt að stilla allar byssurnar á Full auto/semi auto (M16A2 á 3 shot burst)
Unlock byssan hjá Medic er L85A1. Hún er partur af SA80 hópum, en er með allt öðruvísi útlit. Þegar þessi byssa var kynnt bresku hermönnunum þá sannaði hún hittnina sína svo vel að þeir þurftu að endurskipuleggja “Army markmanship Tests”. Byssan er með 32 í damage og einnig er hægt að skipta úr Full auto i Semi-auto.
Kv. Siggi