Eftir að meiri reynsla safnaðist í leiknum komst ég að nokkrum hlutum.

Hjálp :

A) Algengasta vandamálið er að menn starti leiknum og hann detti strax niður á desktop.

Hugsanleg lausn :
Það getur verið nokkrir hlutir t.d.

1. Þú ert með skjákort sem styður ekki leikinn skjákort sem eru stutt s.k. EA eru

ATI Radeon
ATI 8500, 9500, 9600, 9700, 9800
ATI X300, X600, X700, X800

NVIDIA GeForce
GF 5 : FX5600, FX5700, FX5800, FX5900, FX5950
GF 6 : 6200, 6600, 6800

Það virðist þó að einhver hafi ekki verið nefnd hérna sem menn eru að nota eins og ATI9000 en takið vel eftir að mjög algengt skjákort GF 4 serían er ekki hægt að nota. (nema með rugl moddi)

2. Ekki nota gamla drivera eða 3rd party drivera nota (í dag) ATI Catalyst 5.6 eða Nvidia 77.72

3. Vertu nokkuð viss að þú sért með nýjustu móðurborðs driveranna. IDE og AGP.

4. Ekki nota nein 3rd party refresh forrit eins og Powerstip eða Rivatuner (Rivatuner virkar reyndar fínt hjá mér)

5. Farðu í \Battlefield 2\mods\bf2\Settings\VideoDefault.con og breyttu neðstu línunni úr 0 í gildið 1 (allow refreshrates)

6. Farðu í \My Documents\Battlefield 2\Profiles\Default\video.con (ef hún er til staðar) og breyttu VideoSettings.setResolution 800x600@60Hz í eitthvað hagstæðara eins og 1024x768@75hz (eða eins mörg hz í þessari upplausn og skjárinn þinn þolir).

7. Ef ekkert að þessu virkar leitaðu þá af öllum video.con skrám sem þú finnur og breyttu úr 800x600 í það sem passar við nr5.

8. Reinstall (það virkaði hjá einum)

***************************************************************

B) Finna íslensku BF2 serveranna.

Lausn :

Eins og ansi margir hafa rekist á þá virkar hvorki All Seeing Eye né Gamespy á BF2 Demo-ið, einnig er server glugginn í leiknum meingallaður enda oft að flétta í gegnum yfir 2500 servera í dag.

Best finnst mér að leita að serverum með því að slá inn í server boxið.

“BTnet” fyrir BTnet serveranna
“ice” fyrir ice serverinn.
Osfv ….

***************************************************************

C) Villa kemur við install á nýja plástrinum 1.01.

Lausn :

EA og Dice virðast hafa verið svo einstaklega gáfaðir að halda að allir vilji installa leiknum í Program files (default slóð í install), ég er ekki einn af þeim. Því þarf að setja plásturinn í rótina á leiknum (upphafsmöppuna sem inniheldur bf2.exe og keyra þaðan.

***************************************************************

D) Punkbustur kickar mér fyrir að hafa ekki næg réttindi á vélina. Punkbuster fer framm á að spilari sé með admin réttindi á vélina. (breytir notendanum sem þið loggið ykkur inn á vélina í admin t.d.)

***************************************************************

E) Punkbuster kickar mér fyrir gamalt version af PB skrám.

Lausn :

Stundum getur PB ekki uppfært sig sjálfkrafa og þá þarf að fara á Punkbuster síðuna sækja PBWEB.exe = http://www.evenbalance.com/downloads/pbweb.exe og koma fyrir í PB möppunni undir leiknum (\Battlefield 2\pb) og keyra þaðan. Stundum tekur það svolítin tíma og ég mæli með 3 keyrslum til að vera viss.

***************************************************************

Tweaks :

A) Flýta starti á leiknum (ekki maploadi)

Ég veit ekki með ykkur en ég þoli ekki að það skuli þurfa að taka 30 sek að horfa á EA Games logo og Dice osfv í starti á leiknum. Ef þið finnið Movies möppuna í leiknum (..\Battlefield 2 Demo\mods\bf2\Movies) rename-ið allar skrár nema sem hafa menu í nafninu í eitthvað annað eins og Dice.bik verður Dice.old.

ATH! það gæti verið gáfulegt að rename þær til baka við Plásturs update.

***************************************************************

B) Ef þið eruð í skelfilegu fps þá virðist Terrain stillingin vera sú sem vegur hvað þyngst, einnig myndi ég lækka Shadows og Dynamic Lighting.

***************************************************************

Meiri nytsamar upplýsingar má lesa um í þessari ágætu samantekt

http://www.tweakguides.com/BF2_1.html
Kveðja Kristján - ice.Alfa