Allt lítur út fyrir að nýjasta meistaraverkið í tölvuleikjaheiminum, Battlefield 2, muni verða mjög vinsælt! Vinsældir leiksins hér á Íslandi sem og erlendis leyna sér ekki! Leikurinn er nú þegar orðinn einn af vinsælli netleikjum í heiminum og hefur selst einsog heitar lummur.

Á www.clanbase.com eru strax komnir þrír ladderar fyrir leikinn. Einn þeirra er ladder, þarsem 16 manna möp verða spiluð, einn þarsem 32 manna möp eru spiluð og svo er infantry ladder líka. Allt verður þetta svo spilað í conquest. Fyrst voru aðeins tveir ladderar, Infantry Ladder & Conquest ladder, en vegna mikillar óánægju hjá mörgum spilurum var ákveðið að skipta Conquest laddernum í tvennt.

Í infantry laddernum verða aðeins spiluð 16 manna möp! Default fjöldi leikmanna er 6vs6 en þó meiga leikir frá 4vs4 til 8vs8 vera spilaðir ef bæði lið vilja. Bæði ice gaming og SeveN eru skráð í þennan ladder, en fyrsti leikur ice gaming verður í kvöld á móti TMNT frá Noregi. Auk íslensku klanna tveggja hafa 48 önnur clön víðsvegar um evrópu búin að skrá sig í þennan ladder. Búast má við mikilli baráttu þarna og verður gaman að sjá hvort lið einsog KaozZ og Team Pactum muni standa undir væntingum margra. Leyfð möpp í laddernum verða eftirfarandi:

Gulf of Oman - 16
Kubra Dam - 16
Mashtuur City - 16
Sharqi Peninsula - 16
Strike at Karkand - 16

Í þeim ladder sem aðeins verða spiluð 16 manna hafa nú þegar skráð sig 72 clön. Þar hefur enn ekki neitt íslenskt clan verið skráð, en búast má við að ice gaming, SeveN og vonandi fleiri clön muni skrá sig. Nú þegar hefur einn leikur verið spilaður í laddernum og var það SAMD sem vann Sqad 3V og er það því SAMD sem leiðir ladderinn. Í þessum ladder er default fjöldi spilara 8vs8 en allt frá 6vs6 uppí 10vs10 meiga spila í einu. Ákveða má í áskorunum þar hvort leyft sé að nota commander stöðuna eða unlocked weapons. Öll möppin eru leyfð í þessum ladder, en listinn hljómar svona:

Dalian Plant - 16
Daqing Oilfields - 16
Dragon Valley - 16
FuShe Pass - 16
Gulf of Oman - 16
Kubra Dam - 16
Mashtuur City - 16
Operation Clean Sweep - 16
Sharqi Peninsula - 16
Songhua Stalemate - 16
Strike at Karkand - 16
Zatar Wetlands - 16

Í þriðja laddernum þarsem 32. manna möpp verða spiluð eru aðeins 28 clön búin að skrá sig en þar á meðal er ice gaming. Þar verður default fjöldi leikmanna 12vs12 en allt frá 10vs10 til 16vs16 meiga spila í einu. Reglurnar í þessum ladder eru mjög svipaðar og reglurnar í hinum laddernum. Commander og unlocked weapons verða leyft ef bæði clön samþykkja o.s.fv.

Ég vona bara að sem flestir á íslandi komi til með að skrá sig í ladderana og um að gera að stofna fleiri clön þarsem að það er allveg hellingur af efnilegum spilurum á public serverum íslands sem ekki bera neitt clantag! Þessi leikur lofar mjög góðu og verður vonandi spilaður á næsta skjálfta!

Í næstu viku má svo búast við að það komi fyrsti patchinn fyrir BF2, en það verður v1.01. Eftir þónokkra gagnrýni BF2 samfélagsins erlendis á demo-inu og útgáfu leiksins hefur verið ákveðið að laga þá galla sem eru mest áberandi. Aðallega verður þessi plástur viðgerð á Multiplayer browsernum en maður vonast bara til að leikurinn verði nær fullkomnun eftir þetta.

Í lokin vill ég bara þakka fyrir mig, endilega kommentið ef ég hef farið með rangt mál hérna :)

Battlefield 2 for the win!
Shiiiiiiiiit