Sæl.


Í síðustu viku gaf ég frá mér grein sem fjallaði um hvað við megum búast við í Battlefield 2. Þessi grein var fyrsti hluti af þrem og er nú komið að öðrum hluta hennar sem mun fjalla um Vopn, class-a og farartæki sem við munum koma til með að nota í framtíðinni. En er þá ekki kominn tími á að byrja þennan annan hluta á því að fjalla um class-a Battlefield 2.

Hermenn..

Herirnir í Battlefield 2 eru þrír: Bandaríkinn, Kína og MEC eða Middle Eastern Coalition. Eftir val þitt á hverjum her fyrir sig, geturðu valið class. Í BF1942 voru class-arnir 5 en í BF2 eru þeir orðnir 7, en það eru: Special Forces, Sniper, Assault, Medic, Support, Engineer og Anti-Tank. Nýju class-arnir tveir eru semsagt Special Forces og Support og verður einkum ánægulegt að prófa þá í komandi framtíð.

Special Forces eru þeir sem fara bakvið vígstöðvarnar og gerir óvininum lífið leitt. Þeir eru vopnaðir C4 sprengiefni til að eyðileggja ýmissa hluti svo sem brýr og farartæki. Í BF2, rétt eins og í BF:V, festist sprengiefnið við farartæki eða brýr, ásamt fleiru.
Fyrir okkur vopna njerðina, þá fær þessi klass, eftir því hvaða her er valinn: M4A1 Carbine, Type 95 og AKS-74U Carbine. Unlock vopnið er G36c.

Sniper-ar reiða sig á umhverfið til að fela sig í, en nú klæðast þeir svokölluðum Ghillie búningi, sem hjálpar sniperinum að blandast umhverfi sínu. Sniper-ar eru vopnaðir rifli með góðum sjónauka til að ná óvininum út úr fjarlægð, en einnig er hann vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi (óstaðfest), og claymore sprengjum.
vopn: M24 Sniper, Type 88 og Dragunov SVD. Unlock er M82A1A SASR.

Assault gaurarnir eru þeir sem halda uppi hernum. Vopnaðir rifil með 40mm sprengjuvörpu undir hlaupinu, Assault classinn er best notaðir á fremstu víglínunum og til að leiða árás á óvininn. Þess má geta að Bandaríkjaherinn notar M16A2 en sá rifill notar tvennskonar skot aðferðir: 3-round burst og Single shot. 3-round burst þýðir að rifill skýtur þrjár kúlur í röð með því að toga í gikkin einusinni (ýta einusinni á skot-takkan :P). Single shot þýðir að rifillinn skýtur 1 skoti í einu. Þetta allt saman þýðir að rifillinn getur bara skotið annaðhvort þrem skotum í einu eða einu skoti. Ekkert Fully Automatic fyrir Kana sem Assault.
vopn: M16A2/M203, Type 56/GP25, AK101/GP30. Unlock er G3A3.

Medic class-inn er það sem heldur lífi í fólki, en í BF2 eru engir staðir til að fá heilsu né skotfæri aftur. Nú þarftu að reiða þig á Medic og Support til að skaffa þér heilsu og skotfæri. Medic-inn er núna vopnaður heilsu pökkum sem hann getur hent á jörðina og skilið eftir svo að vinur, sem og óvinur, getur tekið það upp og fengið smá heilsu aftur, ef þörf er á. Einnig fær hann svo kallað Defibrillators til að endurlífga vini sem hafa særst alvarlega á vígvellinum, en það verður hægt að nota þetta sem vopn á móti óvininum líka ;) Einnig, þess verðugt að nefna er að ef Medic-inn er í farartæki, fá allir innan ákveðin radius í kringum farartækið, orku hægt og rólega.
vopn: M16A2, Type 56, AK101. Unlock er SA-80.

Support class-inn eru þeir sem veita hermönnunum sínum aðstoð með vélbyssuni sinni. Einnig er Support kallarnir þeir einu sem geta gefið hermönnum skotfæri, en eins og áður hefur komið fram, þá eru engir ammo kassar í leiknum. Rétt eins og Medic class-inn, þá getur support classinn farið í farartæki og breytt því í færanlega skotfæra stöð. Support kallarnir eru fínir í að saga hermenn niður með vélbyssum sínum á stöðum sem óvinurinn er lýklegur á því að fara, svo sem brýr eða vegir.
vopn: M249 SAW, Type 95, RPK-74. Unlock er PKM GPMG.

Engineer-inn fær skiptilykilinn sinn góða í hendurnar og hefst við að gera við farartæki en á ný. Engineer fær haglabyssu sér til varnar. Það sama gildir um Engineer og með Medic og Support classann, að, ef engineer er innan í farartæki breytist það farartæki í færanlega viðgerðarstöð og gerir við önnur farartæki.
vopn: Remington 870, Norinco M98, Saiga-12k. Unlock er Pencor haglabyssa, betur þekkt sem Jackhammer.

Anti-tank class-inn er fyrir þá sem elska að taka skriðdreka að aftan, en þeir fá sprengjuvörpur sem þú getur leiðbeint að óvininum. Einnig, sér til varnar, fá þeir Sub-machinegun á móti hermönnum og jarðsprengjur til að setja skriðdreka í óþægilegar stöðu.
vopn: Predator SRAW, Eryx SRAAW(H). Aukavopn er svo Mp5, Type 85, PP-19 Bizon. Ekki er vitað um unlock vopnið, en það þykir líklegt að það sé Striker-12, betur þekkt sem “street sweeper”.


Nýjungar..

Meðal þess nýja í BF2, er Iron Sights en það er þegar maður horfir í gegnum sigtið á vopninu eins og í Operation Flashpoint, Call of Duty eða Brothers in Arms, svo að ég nefni nokkra leiki. Með því er hægt að miða betur en aftur á móti sérðu ekki eins vel í kringum þig. Einnig er selection mode á vopnum í leiknum. Það þýðir að þú velur vopnið sem þú vilt nota, segjum M16A2, og geturðu þá valið um að nota 3-round burst eða Single shot, en single shot gefur þér meiri hittni og er fínt að nota ef óvinurinn er langt í burtu. Einnig virkar þetta kerfi á farartæki en þar geturðu skipt á milli flugskeyta og sprengjur á flugvélum, svo dæmi sé tekið.

Svo er þess verðugt að nefna það að þú ert með stamina, sem hermaður. Stamina er nokkurskonar úthald hjá þér, en það hefur áhrif á hversu oft þú getur hoppað, og hversu langt þú getur hlaupið. Nei, ég er ekki að meina þetta venjulega skokk, heldur hið nýja Sprint kerfi í leiknum. Sprint er nokkurnvegin að hlaupa eins hratt og þú getur, en við það missuru möguleikan á því að nota vopnið, á meðan þú hleypur. Sniper og Special Forces hafa meira stamina, en aftur á bogin hefur restin af klössunum meiri body-armor.

Unlock vopn eru þau vopn sem þú færð aðgang að þegar þú hækkar um stöðu í hernum, en það er einungis hægt á Server-um frá EA, svo kallaðir Ranked Server-ar. Eftir því sem þú stendur þig betur í leiknum, hækkarðu um tign og færð að velja eitt vopn til að ‘opna’ í hvert skipti. Eftir að þú ‘opnar’ vopn, geturðu spilað með það á ranked-server-um svo og server-um sem leyfa að nota ólæst vopn.


Farartæki..

Í Battlefield leikjunum hafa farartæki alltaf skipt máli, og Battlefield 2 er engin undantekning. Í BF2 fáum við að leika okkur með hin ýmis tæki svo sem Mið-Austurlenskan T-90 skriðdreka, Bandaríska F-35 JSF þotu og Kínversku V-10 árásar þyrlu.

DICE hefur gengið langt með farartækin í BF2 með því að bæta við þyngd og momentum inn í keyrslu á farartækjum, svo að bílinn sem þú keyrir virðist vera þungur í keyrslu og að þú þarft að hægja á þér þegar þú tekur krappar begjur, því annars gæti farið ílla. Það er svo líka búið að bæta við inn í BF2, það sem við sáum í BF:V, en það er að þú getur verið með rifilinn á lofti á sumum staðsetningum inn í farartækinu og skotið á ferð. Farartækin fyrir hvert lið fyrir sig eru: M998 HMMWV Hummer, Nanjing NJ2046 , GAZ-39371 ‘vodnik’.

APC's, eða Armored Personnel Carrier, er brynvarið flutningar farartæki vopnað smá vopnum sér til varnar. APC's er notuð til að flytja hermenn á öruggan hátt. Hinnsvegar er APC's safarík skotmörk fyrir Anti-Tank. APC-arnir í BF2 verða: LAV-25, WZ-551 (type 90/92) APC, BTR-90 APC.

Skriðdrekarnir verða eins mikilvæg í BF2 og þeir voru í BF1942 og verða sterkari en áður fyr. Í fyrsta lagi þá tekurðu ekki helmingin af orkuni þegar þú klessir á steina hér og þar. Eftir lýsingu Kook hjá bfnation.net þá missurðu um 1/15 af skriðdrekanum við að klessa á hús og steina og svo framvegis. Einnig gera handsprengjur minni skaða á skriðdrekan. Svo má minnast á það að Þegar Anti-Tank skýtur vopni sínu á skriðdreka getur skriðdrekinn hent út reyksprengjum til að koma sér í skjól fyrir sprengjuni en þú þarft að halda áfram að miða á skriðdrekan með Anti-Tank vopninu, til að það hitti hann. Í MG staðsetninguni á skriðdrekanum geturðu núna beygt þig niður, til að komast í skjól fyrir sniper og öðrum hermönnum. Skriðdrekarnir eru: M1A2 Abrams MBT, ZTZ-98 (type 98) MBT og T-90S MBT.

Eins og svo oft áður eiga flugvélar til með að vera leiðinlegar við fólk á jörðu niðri, og er þá kominn tími til að hernaður á jörðu niðri byrji að svara fyrir sig með Anti Aircraft farartækjum. Það eru hin og þessi farartæki vopnuð til að taka niður flugvélar og þyrlur. Í BF2 er eitt Anti Aircraft farartæki fyrir hvert lið en þau eru: M6 Bradley Linebacker, 2S6M Tunguska-M1 AAA og Type 95 Self-Propelled AAA.

Ásamt þessum farartækjum verða ákveðin farartæki sem verður gaman að leika sér á, en það eru svo kölluð Fast Attack Vehicle. Það eru lítil farartæki vopnuð til að hjálpa hermönnum í bardaga sínum við aðra hermenn. Það mætti segja að þetta farartæki verður eins og litli buggy-inn í HL2. Þessi farartæki munu vera þau sama hjá Kína og MEC, FAV, en Bandaríkjamenn munu notast við Wessex-Saker LSV.

Flugvélar munu ráða ríkjum á himinum yfir stríðsvellinum á jörðu niðri. Dogfighting í BF2 verða byltingarkennd með komu flugskeyta og varnarbúnaðar. Til þess að ná miði á flugvél þarftu að hafa hann í sigtinu í smá stund þangað til að þú færð tón, Þá geturðu skotið flugskeytum á óvinaflugvélina sem munu elta hana. Óvina flugvélin fær viðvörunar hljóð þegar það er búið að ná miði á hana og ekki batnar hávaðinn þegar skotið er flugskeyti á mann. Hinnsvegar getur óvinurinn skotið út blysum sem getur ruglað flugskeytið til að hætta að elta flugvélina. Einnig, sem undankomu leið, virkar sprint takkinn, fyrir hermennina, sem afterburner á þotunum. Þoturnar í BF2 verða, eftir hvaða her er valinn. USA: F-35 JSF, F-15E og F/A-18E/F. Kína: J-10A/B og SU-30MK. MEC: SU-34 og Mig-29.

Einnig verða þyrlur í leiknum, til að leggja meiri áreynslu á skriðdrekana á jörðu niðri. Þessi farartæki verða bæði til árásar sem og flutningar á hermönnum. Til að lengja líftíma sinn í loftinu verða þyrlur líka með blys til að villa um fyrir flugskeytum en ég þori ekki að staðfesta með Afterburnera á þyrlum. Þyrlurnar hjá hverju liði eru tvær, árásar og fluttningar og verða þær: AH-1z og UH-60L Blackhawk. WZ-10 og Z-8A Transport. Mi-28A og Mi-17 HIP.

Þá hef ég farið svona lauslega yfir listann á farartækjum, vopnum og “klössum” í BF2 og ætla að hafa þetta nóg í bili. Í næstu viku ætla ég mér að fara í gegnum Commander og Squad modes, sem og Mod sem munu príða leikinn í komandi framtíð.

Einnig má geta þess að Demoið á að koma fljótlega út, hugsanlega þessa helgi :)
Við skulum vona það besta en búast við því versta, þá ættum við að vera örugg með þetta. En þangað til á næsta föstudag..


Kveðja
[89th]Maj.FatJoe