Sæl.
Ég hef ákveðið að skrifa grein í þrem pörtum þar sem ég mun ræða aðeins um Battlefield 2. Nýlega hafa komið talsverðar upplýsingar upp á yfirborðið og fannst mér réttast að láta þau vita sem ekki hafa verið að fylgjast mjög grant með málum. Aðalega þá til að fræða fólk almennt og til að koma í veg fyrir misskilning.
Eitthverstaðar þurfum við að byrja og er þá fínt að taka fyrir hvað ber helst í leiknum.
Það helsta..
Fyrst má nefna það, að herirnir sem munu líta dagsins ljós í Battlefield 2 er Bandaríkinn, Kína og MEC sem stendur fyrir Middle Eastern Coalition og er nokkurnvegin ef herir Mið-Austurlanda myndu sameinast í einn her. Hver her hefur sín eigin vopn og farartæki sem verður farið nánar út í seinna. Í leiknum verða 12 borð til að berjast í og þar af þrjár útgáfur af hverju borði: 16 manna, 32 manna og 64 manna. Tæknilega verða 36 borð sem hægt er að spila.
Battlefield 2 framkallar mun sterkari andrúmsloft en BF42 og BFV, með littlum hlutum svo sem fuglum sem fljúga úr trjám ef þú hleypur framhjá eða skýtur nálægt, littlum fossum hér og þar, shock effect ef það springur sprengja rétt hjá þér og fleira. Nú er hægt að finna vötn í mismunandi hæðum, annað en í BF42 og BFV þar sem vatnið var alltaf í sömu hæð. Hægt er að eyðileggja hina og þessa hluti svo sem brýr, sem hefur sín áhrif á game-play-ið í leiknum. Einnig er hægt að eyðileggja ákveðna hluti sem stjórnandinn í leiknum reiðir sig á, svo sem radarstöðvar og fallbyssur. Ef, tildæmis, fallbyssurnar eru eyðilagðar missir hann möguleika á því að nota artillery, þangað til að hún annaðhvort spawnar aftur eða eitthver gerir við, enþá óljóst hvort það verður.
Einnig varðandi við gameplay-ið, þá eru engir staðir til að lækna sig né fá fleiri skotfæri. Þú þarft að reiða þig á aðra liðsmenn til að lækna þig eða láta þig fá ammo. Einnig er komið sérstakt Material penetration system í leikinn, en það þýðir semsagt að þú getur núna skotið í gegnum ákveðna hluti svo sem veggi, járnplötur, tunnur og fleira. Ekki verður þó hægt að skjóta í gegnum veggi með hverju sem er. Haglabyssur ættu erfiðleika með að drífa í gegnum steinvegg á meðan rifill gæti hugsanlega brotist í gegnum hann, og svo framvegis. Hús mun ekki brotna í sundur né eyðileggjast ef þú skýtur á það með skriðdreka-byssu eða við notkun sprengiefna.
Hópar og stjórnendur eða squads og commanders, er eitt af því nýja í leiknum. Núna geturðu búið til þinn eigin hóp eða skráð þig í hóp annara. Við það að skrá þig í hóp verða allir með þér í hópnum grænir á kortinu og á 3d mappinu. Þá mun Liðstjórinn (teamleader) þjóna sem spawn punktur fyrir alla þá sem er með honum í hóp. Einnig ertu með stjórnanda sem fær yfirlit yfir mappið og getur stjórnað sveitum eða hópum að gera ákveðna hluti. Ég mun fjalla betur um eiginleika og notagildi stjórnanda og hópa, seinna.
Með nýjum hlutum eins og hóp og stjórnanda er komin ný leið í að tjá sig. Nú þarf ekki að reiða sig á utanaðkomandi forrit eins og teamspeak eða ventrilo (þó það verður ábyggilega notað líka) til að tjá sig munlega, því að í BF2 er svo kallað VOIP eða Voice Over IP. Það er sett upp þannig að Stjórnandi getur talað við alla liðsstjóra (teamleaders), liðsstjórar geta tjáð sig til baka við stjórnandann, sem og skipað hermönnum sínum fyrir. Hermenn geta tjáð sig svo til liðstjórans og hermönnum með sér í hóp. Þannig er hægt að hafa einn stjórnanda sem sér um allan leikinn og skipar liðsstjórunum fyrir og veitir þeim hjálp ef þörf er á.
Stiga gjöf..
Stór partur af gameplay-inu í fyrri útgáfum hefur verið stigagjöfunin, og hefur hún farið í gegnum verkstæðið hjá DICE mönnum. Þú færð stig fyrir að drepa fólk og ná flaggi rétt eins og í fyrverandi leikjum, en nú hafa bæst við fleira í stigagjöfunina, svo sem hjálpar stig við dráp sem þú færð ef þú tekur meira en 50 prósent af óvini en eitthver annar drepur hann. Einnig færðu hjálpar stig ef eitthver í sama farartæki og þú stýrir, drepur óvin. Þú færð auka stig fyrir hvern þann sem þú drepur sem er innan flag-range hjá þínu flaggi, undir heitinu ‘defended flag’. Einnig er gefið stig fyrir hverja 100 punkta sem þú læknar hjá vini (heal-ar 2 menn sem báðir eru með 50% health, og þú færð eitt stig fyrir). Þú færð ekki stig fyrir að lækna sjálfan þig. Sama á við að láta aðra menn fá skotfæri og gera við farartæki sem eitthver er í.
Hér er tafla yfir stigagjöfunina eins og hún kom fram í video-i 9. maí.
Kill 2pt
Assist kill 1pt
Driver kill assist 1pt
Neutrolize Flag 2pt
Taken Flag 2pt
Defend Flag 1pt
Flag assist 1pt
Healing 100 points 1pt
Revive 1pt
Resupply 1pt
Repair 1pt
Teamkill -4pt
50% health of teammate -2pt
Jamm.. Teamkill eru orðinn flott. Ef þú tekur 50% af vini, sem er með 100% orku, þá færðu -2 stig. Ef þú tekur restina af orkuni hanns, 50%, þá færðu önnur -2 stig. við það að hann missi 100% í health og deyr, þá færðu -4 stig. Samanlagt færðu -8 stig. Nú fer fólk kannski að gæta hvern það er að skjóta aðeins betur en nú eru þessir punktar eitthvað meira virði en að komast í fyrsta sæti, allavega á ranked server-um. Ranked server-ar eru server-ar sem EA sér um, geturðu þá notað stigin sem þú færð á þeim server til að hækka um stöðu, rank, innan Battlefield 2. Við það að hækka um stöðu, færðu aðgang að nýum vopnum, svokölluð, unlockable vopn en ég mun fara nánar í þau seinna.
Takkar..
Ég held að það væri líka sniðugt að fara aðeins í smávæganlegar breytingar varðandi takkana í BF2, svo að gamlir spilarar verða ekki furðulostnir þegar þeir prófa gömlutakkana og komast að því að þeir eru ekkert að virka.. við gamlingjarnir erum svo mikklir núbbar ;)
Eins og eitthver ykkar vita, þá er búið að samanþjappa Radio-ið (F# takkarnir) inn í einn taka, Q, og músarnotkun. Þetta er kallað Command Rose (Skipunar Rós). Þú semsagt ýtir á Q og velur viðeigandi tilkynningu í gegnum listann sem byrtist fyrir framan þig, með því að hreyfa músina í átt að tilkynninguni, og klikka svo með vinstri (mouse1) takkanum. F# takkarnir eru þá notaðir í að skipta um staðsettningu innan farartæki. Já.. ekki lengur 1, 2, 3, 4.. heldur F1, F2, F3, F4..
Hehehe, Ég heyri sum ykkar spyrja afhverju í því allra heilagasta? (eða eitthvað í þá áttina). Jú, fyrir ykkur sem hafið spilað Battlefield Vietnam. Munið þið kannski eftir því að þið sátuð í farþegasætinu á jeppanum með rifilinn á lofti, Þú áttir afar erfitt með að skipta um vopn án þess að nota músarhjól. Með því að nota F# takkana til að skipta um staðsettningu innan farartækis þá geturðu skipt um vopn með venjulegu númeratökkunum. Einnig velurðu mismunandi vopn fyrir farartækið með númeratökkunum en ég fer betur í það seinna.
Ég er að hugsa um að láta þetta gott heita í bili og mun ég reyna troða næstu grein upp á næsta föstudag, eftir viku, en hún mun fjalla um vopn og farartæki. Ef eitthverjar spurningar vakna, þá er um að gera að láta forvitni ykkar í ljós og spyrja hér fyrir neðan :)
Kveðja
[89th]Maj.FatJoe