Þarsem margir eru nú að prófa Infantry Mod 1.3 nú í fyrstu skiptin í þessum mánuði hafa kannski velt sér fyrir hvort það séu einhver klön eða keppnir í þessu til. Það er einmitt í gangi einn ladder núna (e.t.v. fleiri) en það er Clanbase BF1942 infantry ladder. Þar eru 32 active clans og 54 leikir hafa verið spilaðir síðastu 30 daga. Þannig að það er í raun helling að gerast þar sem margir vita ekki af hér á landi, enda hafa mod aldrei lagst neitt rosalega vel í alla hingað til. Enda kannski erfitt að halda uppi server sem fólk er oft á í svona litlu samfélagi. Til að fræða menn aðeins um þetta mod ákvað ég að skrifa smá grein bæði um hvernig þetta mod er og hver topp 5 liðin í laddernum eru.

Moddið sjálft er að mínu mati allger snilld og í raun allt öðruvísi en öll önnur mod sem gefin hafa verið út. Hér er ekki búið að breyta miklu í leiknum sjálfum, en einsog nafnið á modinu gefur til kynna er búið að taka öll farartæki úr leiknum. Einnig er búið að fjarlægja handsprengjur, landmines og x-packs úr þessu. Auk þess eru engin ammobox, enda er oftast ætlast til að menn picki bara upp kit. Sum flöggin verða jafnvel grá ef enginn eigandi þeirra er nærri! Mikið af nýjum möppum komu með þessu mod-i en einnig eru þarna Stalingrad, Berlin og UN_Berlin í sínu venjulega formi fyrir utan farartæki. Önnur möpp eru:

Battle Of Sands
Berlin Midnight
Caen
Dday Ste Mere Eglise
Snowstorm
Town Square Trouble
Carentan
Ender Forest

Nú ætla ég aðeins að fjalla um topp 5 liðin í Clanbase ladder (þurfa þó ekki endilega að vera þau bestu). Það kom mér sjálfum mjög á óvart að lið einsog WV og SPQR séu ofarlega í þessum ladder enda ekki þekkt fyrir að vera bestu liðin í Conquest ladder en þó ágæt. Þegar scrimmað er í þessum ladder eru það í langflestum tilfellum 4vs4 eða 5vs5, enda henta þessi möpp mjög vel fyrir þann fjölda. Topp fimm listinn lítur svona út:

1. Wild Vikings –> WV
2. Bad Man Clan –> ¤ßmǤ
3. Yummy Elite Sausages –> YES!
4. Senatus PopulusQue Romanus –> SPQR
5. You Got Pwnd –> wwaegd

1. Wild Vikings er í augnablikinu eina almennilega active clanið í noregi í ladderum sem ég hef séð og eru alls ekki að standa sig illa. Þarna er á ferðinni mjög sterk grúppa af misgömlum spilurum 17-38 (sem ég veit um). Þeir hafa unnið 23 leiki í Inf. laddernum og tapað 6. Þeir komust í fyrsta sætið 6. Maí síðastliðinn eftir að BuD hættu í laddernum. Skemmtilegur hópur af frændum vorum sem eru í 12 leikja winning streak. Held að aðeins eitt lið geti unnið þessa spilara!

2. Bad Man Clan hafa verið á ágætis skriði undanfarið með 6 leikja winning streak án þess að hafa gert góða hluti á móti sterkari liðum. Liðin sem þeir hafa verið að vinna eru ekkert rosaleg en þó hafa þeir unnið nokkra ágætlega sannfærandi sigra. T.d. í æfingaleik á móti YES! sem þeir rústuðu. Þessir guttar eru frá hinum ýmsu löndum, þýskalandi, svíþjóð ofl. Ég verð nú að játa það að ég hef ekki heyrt um marga af þessum mönnum áður en þeir hafa þó greinilega eitthvað strattað þetta od með þessum svosem ágæta árangri. Þó ekki næst besta liðið í laddernum! :)

3. YES!…Yummy Elite Sausages…shit…ég fæ ekki nóg af þessu clannafni. Finnst þetta einfaldlega alltof fyndið! Þarna eru á ferðinni fyrrverandi Legion2 clanið, en í þessari grúppu eru menn frá Rússlandi, Lettlandi, Eistlandi og Þýskalandi. Nokkuð fjölmenn grúppa, sem er þó ekki allveg að standa sig í öðrum keppnum. Án efa fyndnasta clan tag ever samt og eiga í raun skilið þriðja sætið fyrir það eitt. Þessir drengir eru í næst stærstu winning streak í laddernum og kunna greinilega sitt enda hafa þeir unnið clanið Don't Panic sem er með marga af bestu inf. sem spila nú leikinn (666killer - Nightmare ofl.)

4. SPQR eiga ágætis infantry menn í sínum röðum en hafa þó ekki verið að standa sig í öðrum keppnum. Þeir eru með án efa besta BAR mann sem ég hef á ævinni séð. B<>K kallar hann sig og er killer með þetta weapon (Má nefna að hann var með 22 - 4 á móti liðinu You Got Pwnd, í allied hlið Battle of Sands). Ég hef eitt sinn lent í honum á server og var það einmitt í Battle Of Sands. SeveN SveneDikt og ice · SharkAttack muna kannski eftir því en það endaði á því að við þrír vorum byrjaðir á að eltast við hann. Nokkuð sterkir spilarar sem voru í öðru sætis laddersins þangað til fyrir stuttu.

5. Ahh..ég hef hlakkað til að skrifa um þessa gutta. Ef þetta er ekki sú sterkasta inf. grúppa sem er í gangi þessa dagana veit ég ekki hvað. Line-up þeirra eru: JohnBlund (Fyrrverandi KaozZ, núverandi piXel) - Keno (Project Evo, SFL og sænska landsliðið) - MacDaddy (unX, Project Evo/Revolution, Sænska landsliðið) - Myran (piXel, unX) - Ninja (unX, sænska landsliðið, Incredible Teamaction) - oscí (unX) - XiboY (Hollenska og Sænska landsliðið, Project Evo/Revolution, Mayday). Held nú að fáir kannist við þessa menn enda eru margir íslenskir bf spilarar einstaklega geldir í að vita nokkuð um erlend klön. En þetta er sennilega besta liðið í laddernum, búnir að spila 3 leiki með 3 sigra. Eiga svo titlematch við WV fljótlega sem þeir sennilega vinna.



Ég vona að sem flestir hafi haft gaman af þessari grein, enda lítið sem ekkert búið að fjalla um erlendar deildir og annað slíkt hér á huga! Skítköst berist til mín á MSN eða í hugaskilaboðum. =)

Takk fyrir…
Shiiiiiiiiit