Jæja, það er nokkuð langur tími síðan ég skrifaði síðast fréttir af gengi íslenskra liða á erlendri grundu og er kominn tími til að endurtaka leikinn.
Best að ég byrji á Clanbase stiganum. Í raun er ekki hægt að segja að mikil hreyfing sé á liðum þar almennt en þó hafa íslensku liðin tvö, Adios og .START. verið á töluverðri hreyfingu þar, ýmist upp á við eða niðrá við. Byrjum á Adios.
Adios hefur spilað fjóra leiki í stiganum (ladder), með misjöfnum árangri. Þeir byrjuðu vissulega glæsilega en hafa þó misst dampinn. Þeir hafa sigrað tvo leiki ; unnu þeir HC eftirfarandi : Adios 455 : 27 HC. Augljóslega góður sigur.
Næst kepptu þeir við LeGion sem er eitt sterkasta rússneska liðið og unnu þeir það öllum að óvörum með 312 tickets gegn 101 tickets rússana, frábær sigur hjá Adios mönnum.
Næst kepptu þeir við Rizla GO BIG OR GO HOME, töpuðu Adios menn þeim leik með gríðarlegum mun eða 606 – 0 Rizla í vil.
Síðasti leikur þeirra var við frönsku strákana í Psyko Te@m en töpuðu Adios menn þeim leik með 306 gegn 475 tickets Frakkanna. Nokkuð óvænt úrslit þar á ferð. Adios menn eru í 37. sæti í stiganum með 1.034 stig.
Tökum núna .START. fyrir.
.START. hefur spilað 5 leiki í stiganum, með sigrum í öllum leikjunum sem er glæsilegur árangur þó ég segi sjálfur frá. Við byrjuðum á að sigra portúgalana í JCSR með 638 – 8, nokkuð auðveldur leikur þar á ferð. Næst tókum við á móti spanjólunum í GOE og gersigrðum við þá 664 – 0 (þess má geta að þeir voru 1 færri á einhverjum tímapunkti.)
Pólska liðið PRGK var næst á dagskrá og unnum við þá nokkuð auðveldlega í ljósi þess að við vorum 1 – 2 færri megnið af tímanum, lokatölur voru 312 – 151 okkur í vil.
Leið okkar lá til Austurríkis þar sem við spiluðum við bbf en var það jafn og skemmtilegur leikur sem endaði 198 – 108 fyrir .START.
Sameinað lið DW og SAD; DW*SAD var tekið fyrir nú síðast og sigraði .START. þann leik 490 – 162.
Þetta þýðir það að .START. Gaming er í 9. sæti í stiganum með 1.263 stig og eiga nokkra leiki bókaða í þessum mánuði.
WinterCup er það sem flest lið eru að einbeita sér að núna en er það bikarkeppni þar sem keppt er í öðrum borðum en venjulega er spiluð, t.d. á Simnet. Skemmtileg tilbreyting sem mörg af sterkustu liðum í heimi virðast nýta sér. 60 lið eru skráð til keppni og þar á meðal 3 íslensk lið, 89th, Adios og .START. Gaming. Liðunum er skipt niður í deildir eftir getu, mismargir riðlar eru í deildum. Deildirnar eru eftirfarandi : Úrvalsdeild, þar eru aðeins bestu liðin að mati stjórnenda Clanbase, .START. er í þeirri deild í B riðli. 1. Deild þar eru bæði Adios og 89th, Adios í A og 89th í B.
Adios áttu að keppa leik í gær við JAG en gátu það ekki vegna þess að þeim vantaði mannskap en sama hékk á spýtunni hjá JAG, mér er ókunnugt hvernig úrslit verða gerð upp þegar slíkt kemur uppá en ég geri ráð fyrir að þetta verði dæmt jafntefli.
89th á leik fljótlega og sama gildir um .START..
Það er svosem voða lítið hægt að segja meira um WinterCup vegna þess að þetta byrjaði fyrir stuttu.
Riðlar íslensku liðanna :
Riðill B, úrvalsdeild :
1 START
2 ArcorMonster
3 bbf
4 Certamen
5 enclave
6 Cloud9
Riðill A, 1. deild :
1 TPF
2 Adios
3 JCSR
4 BFD
5 PRGKBF
6 JAG
Riðill B, 1. deild :
1 SAMD
2 CFBF
3 TnI
4 89th
5 DW
6 UKF
Open Cup Vor 2005
Búið er að setja upp skráningu fyrir þennan Open Cup en gríðarlega góð þáttaka var síðast og vonast er eftir svipaðri móttöku núna. Ég vona að sem flest íslensk lið skrái sig en þó hafa fá lið gert það fram að þessari stundu, I’m eru þeir einu sem hafa gert það. Skráningin er nýleg og góðar líkur á að 3-4 lið bætist í hópinn, þ.e.a.s. íslensk.
ATH!!!! Skráningu líkur 13. janúar og hefst keppnin sem er með svipuðu fyrirkomulagi og WinterCup 14. febrúar næstkomandi.
Up-North
Lítið hefur verið í gangi í Up-North síðastliðnar vikur vegna hátíðanna en byrjar keppnin aftur næsta fimmtudag.
Af íslenskum liðum er þetta að segja,
Adios sem eru í riðli 2B eru í efsta sæti eftir tvo leiki með fullt hús stiga.
I’m er í riðli 3B fyrir miðju með 1 sigur og 1 tap.
GH og Viking eru í riðli 4B og eru Viking í síðasta sæti þar með 2 töp en GH í næstsíðasta sæti með 1 jafntefli og 1 tap.
Annars er lítið að frétta af Up - North nema að .START. hefur dregið sig frá þeirri keppni.
Landsliðið!
Jamm… Landsliðinu okkar gekk ekki nógu vel. Þetta var þó aðeins frumraun. Við unnum aðeins 1 leik þó að margir leikir hefðu getað verið okkur í vil. Heppnin var ekki með okkur í þetta skiptið en við lærum af mistökum og vonandi gerum betur næst. Ég held að það sé lítil þörf á að breyta landsliðinu, aðeins hugunarhættinum.
Niðurstaða : Íslensku liðin eiga sér góða framtíð erlendis ef þau halda áfram á þessari braut, .START. og Adios leiða augljóslega erlendis fyrir íslendinga. Önnur íslensk lið gætu þó komið sterk inn, .s.s Overlords, I’m og 89th.
Jæja… Kannski hefur ekki komið allt fram hérna en ég vona að þetta hafa frætt einhvern um stöðu íslenskra liða á erlendri grundu.
Takk fyrir mig.
The infamous