Open Cup er kominn vel af stað og hálfnaður nánar tiltekið. Hefur það gengið frekar brösulega að mér sýnist hjá íslensku clönunum. Staðan er eftirfarandi : FUBAR hefur unnið 1 og tapað 4 (tickets 811/1290). .START. hefur unnið 1 og tapað 3 (tickets 483/764) og að lokum hefur 89th unnið 3 og tapað 1 (tickets 942/954).
Af þessu má draga þá ályktun, FUBAR hefur staðið sig misjafnlega en virðist ekki eiga mikla möguleika lengur. START er á bláþræðinum og verður að standa sig vel í næstu leikjum. 89th hefur aftur á móti staðið sig með mikilli prýði og í raun langbest af íslensku clönunum! (hurray fyrir þeim).
Cuppinn hefur farið vel fram og þau lið sem hafa komið mest á óvart yfirhöfuð eru að mínu mati : Certamen, í raun mun sterkt lið en hélt það væri útbrunnið (þess má geta að Fantar unnu þetta lið sælla minninga á sínum tíma. Líklegast einn stærsti sigur ísl bf spilara á erlendri grundu).
47th, hefur staðið sig með prýði þó held ég að hægt sé að segja að .START. hefði tekið þá á góðum degi.
Nú, lítil hreyfing hefur verið á Conquest laddernum að undanförnu nema hvað að mörg lið hafa farið í Hibernating (hvíld) á meðan Open Cup stendur. Staðan á ísl liðum er sem hér segir: FUBAR er í 5 sæti (glæsilegur árangur, til hamingju), .START. er í 8. sæti. I'm liggur í 20. sæti. 89th virðist vera Hibernating, a.m.k. fann ég þá ekki.
Eurocup X er einnig hálfnaður og liðin sem berjast um sigur eru : Dignitas, Mousesport, Incredible Teamaction, Project Evolution, Z-Salamapartio, teamg4u, Inferno Online og frostiis.
Hér kemur smá spá um úrslitin í Eurocup: Mouz vinnur, Dignitas 2. og Inferno í 3. frostiis í 4, project evo í 5, teamg4u í 6, Z-partion í 7 og að lokum IT í 8.
Held að þetta sé aðallega barátta á milli Dignitas (the defenders) og mouz (attackers?) síðan er möguleiki á að Inferno eða frostiis skjóti sér í baráttuna.
Þess má geta að í gær unnu mouz Dignitas í spennandi leik í Market Garden. Þó var sigurinn tæpur. Um var að ræða 4 tap Dignitas í 99 leikjum sem þeir hafa spilað og í raun mikið tap fyrir þá.
Eigum von á skemmtilegri framtíð erlendis frá.
Takk fyrir.
The infamous