Eins og á síðasta móti verður hluti mótsins helgaður leiknum Battlefield 1942, þó aðeins stærri hluti en síðast.
Á þetta Skjálftamót er reiknað með því að 5 lið mæti til leiks í Battlefield 1942 og etji kappi saman.
Liðin eru eftirfarandi:
DEM
IG4U(CP/.START.)
I'm89th
Fubar
Viking
Munu þessi lið, skv léttum útreikningum mínum, mæta með um það bil 64 menn en það eru mun fleiri en á síðasta móti.
Það að 5 lið skuli spila krefst mun meiri tíma til spilunar en síðast.
Dagskrá og skipulag keppni er á þessa vegu:
Á 80 mínútum skulu tvö lið keppa við hvort annað. Sá hluti keppni er kallaður ‘leikur’.
Hverjum leik er skipt upp í tvo leikhluta. Í fyrri leikhluta velur það lið sem hægra megin er á keppnistöflu map. Í seinni leikhluta skal hitt liðið velja map.
Hverjum leikhluta(mappi) er skipt upp í tvær umferðir, sem hvor um sig tekur 20 mínútur, þar sem liðin skiptast á að vera allies og axis. Liðið sem er hægra megin á leiktöflu skal byrja sem allies.
Spilað verður eftir clanbase reglum. Ætlast er til þess að liðin virði hvort annað og taki tillit til þarfa annarra, án þess þó að úr hófi sé keyrt.
Spilað verður á tveimur leikjaþjónum. Líkur eru á að þriðji leikjaþjónninn verði ræstur fyrir public spilun. Eins og áður er reiknað með því að tenging út úr húsi verði til staðar svo nóg af leikjaþjónum ættu að vera til. Leiktaflan sýnir tvo leiki á sama tíma, en ip á leikjaþjónunum sem nýttir skulu í keppnisleiki verða birtar í þar til gerðum kubbi hér á hugi.is/bf. Þar verður ennfremur gert ráð fyrir því hvaða leikir skulu spilaðir á hvaða leikjaþjónum.
Ekki verður notast við útsláttarkeppnisfyrirkomulag, en það lið sem er með flest stig að loknum öllum sínum leikjum stendur uppi sem sigurvegari mótsins.
Leiktafla:
Laugardagur:
Tími - Leikur – Axis - Allies
12:00 - Leikur1 - IG4U - DEM
12:00 - Leikur1 - I'm89th - Fubar
13:40 - Leikur1 - DEM - I'm89th
13:40 - Leikur1 - Viking - IG4U
15:20 - Leikur1 - DEM - Viking
15:20 - Leikur1 - IG4U - Fubar
40 mínútna hlé.
17:20 - Leikur1 - I'm89th - IG4U
17:20 - Leikur1 - Fubar - Viking
19:00 - Leikur1 - Viking - I'm89th
19:00 - Leikur1 - Fubar - DEM
20:40 - Leikur2 - IG4U - DEM
20:40 - Leikur2 - I'm89th - Fubar
22:20 - Leikur2 - DEM - I'm89th
22:20 - Leikur2 - Viking - IG4U
Reiknað með leikslokum klukkan 24:00 á laugardegi.
Sunnudagur:
Tími - Leikur – Axis - Allies
12:00 - Leikur2 - DEM - Viking
12:00 - Leikur2 - IG4U - Fubar
13:40 - Leikur2 - I'm89th - IG4U
13:40 - Leikur2 - Fubar - Viking
15:20 - Leikur2 - Viking - I'm89th
15:20 - Leikur2 - Fubar - DEM
Leikslok í kringum klukkan 17:00 á sunnudegi.
Verðlaunaafhending í kringum þann tíma.
Athugið að breytingar geta orðið á þessari dagskrá, svo fylgist endilega með tilkynningum í formi greina eða kubba hér á www.hugi.is/bf.
Hvert lið skal útnefna einn fyrirliða í sínu liði. Fyrirliðar skulu hafa öll stig liða sinna á hreinu. Mæli ég með skjáskotum þegar scoreboard eru sýnd á milli leikja. Fyrirliði vinningsliðs skal svo hafa samband við mig á skjálfta eftir hvern leikhluta(map) og láta mig fá stig báðra liða í þeim leikhluta.
www.Hugi.is/bf verður upplýsingamiðillinn sem notaður verður gegnum mótið. Hér mun verða kubbur ofarlega á síðunni þar sem hægt verður að sjá öll stig og stöðu hverju sinni.
Það er ósk mín sem og annarra stjórnenda Skjálfta að þetta mót takist mun betur en síðast.
izelord Battlefield Skjálftap1mp
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.