Ég hef spilað Battlefield 1942 frá því að leikurinn kom út. Ég er almennt ekki mikill leikjamaður, en þessi hitti beint í mark hjá mér, sem mjög strategískur bardagaleikur.
Í fyrstu var allt í góðu, menn voru að uppgötva nýjar strategíur og lærandi að díla við það. Síðan varð leikurinn verulega vinsæll, og auðvitað kom að því að menn fóru að vera mjög áberandi, sem kusu frekar að væla yfir strategíum annarra, heldur en að drullast til að læra að díla við þær.
Auðvitað er ég að tala um hið margumrædda (og þreytta) umræðuefni “spawncamp”. Fyrst skulum við taka smá sögukennslu.
Hugtakið “camp” man ég fyrst eftir í Action-Quake, en líklega hefur hugtakið þegar verið til í venjulegum Quake 2 (sem Action-Quake var byggður á eins og menn vita). Eftir langan tíma af spilun voru menn farnir að nota allskonar “galla” í leiknum á borð við strafe-jump og svoleiðis, sem upprunalega voru ekki ætlaðir leiknum, en voru til staðar, og menn voru að fíla að nota.
Þá kom það upp að menn fóru að díla við þessa tækni með því að nota svokallað “camp”, til þess að hindra leikinn í að snúast alfarið og eingöngu um gott skjákort og gott mið. Inn í leikinn, var komin “strategía”. Þetta fannst mörgum gjörsamlega óþolandi, og finnst enn.
En allt í lagi, hægt væri að færa rök fyrir því að Action-Quake ÆTTI bara að snúast um gott skjákort, góða mús, góða hitni og góð viðbrögð. Mjög hatrammar deilur urðu til um camp, en á endanum varð það nú þannig að menn fóru að drullast til þess að læra að díla við camp.
En hugtakið hélt áfram. Eftir þetta, finnst fólki fullkomlega eðlilegt, að óvinurinn geti nýtt sér einhvers konar galla í hönnun leiksins til þess að berjast ódrengilega. Þetta hefur komið upp í öllum svona leikjum, og Battlefield 1942 er því miður engin undantekning.
Ég hef sjálfur aldrei verið campari, af tveimur ástæðum.
1. Mér finnst það leiðinlegt, gæti alveg eins spilað singleplayer.
2. Mér finnst það ekki borga sig, maður er drepinn nánast strax.
3. Ég er ekkert sérstaklega góður í því (væntanlega af áhugaleysi).
Ég er því EKKI, að verja minn rétt til þess að campa. Ég hef enga hagsmuni af því að mega spawncampa, því ég myndi ekkert gera það hvort sem er. Þess vegna vil ég að tekið sé tillit til þess við lestur þessarar greinar, að ég er að útskýra mitt viðhorf, ekki byggt á eigin hagsmunum, heldur hagsmunum allra sem spila leikinn… líka þeirra sem verða fyrir spawncampi.
Amlóða aumingjar og vælandi ræflar sem finnst það rosalega ósanngjarnt að þurfa að bregðast við vissum hættum á vissan hátt, þurfa bersýnilega leiðbeiningar, þar eð þeir eru gjörsamlega ófærir um að finna þetta út sjálfir. Ég ætla því að kenna ykkur, kæru vælukjóar, hvernig þið eigið að díla við nokkur form spawncamps.
1. Flugvél er sífellt að sprengja upp tækin og kalla um leið og tækin og kallarnir spawna.
Lausn: Actually skjóta á flugvélarnar. Nei, ekki með sniper… ég veit að það hljómar rosalega ósanngjarnt að þurfa að hugsa um fleira en eitt í þessum leik, en þess vegna er leikurinn æðislegur. Ef engin AA-byssa er fyrir hendi (sem er sjaldgæft, en er til), þá er hægt að grípa sér assault riffil og plaffa á vélarnar. Þegar margir gera þetta, þá fer vélin mjög fljótt niður.
Fleiri eyða hinsvegar tíma í að væla, heldur en að raunverulega díla við vandamálið.
2. Skriðdreki fer inn í spawnstöð, og er að sprengja allt í tætlur.
Lausn: Actually skjóta á skriðdrekana. Nei, ekki með sniper… ég veit að það hljómar líka ósanngjarnt, en antitank og handsprengjur virka betur. Og þær virka, ef maður drullast til að nenna að læra þetta, í stað þess að væla.
3. Almenn geðveiki á spawnstað, bæði flugvélar og skriðdrekar, og menn með ex-pack á spawnstöðum og fleira. Seemingly vonlaust.
Lausn: HINDRA AÐ ÞETTA GERIST! Úps! Er það of mikils til ætlast? Að menn fyrirbyggi smá? Hvað halda vælukjóarnir að stríð snúist um? Eins og það sé engin ósanngirni? Að það þurfi ekkert að passa sig fyrr en það er BYRJAÐ að skjóta á mann? Æjæj, ef þú fílar það ekki, spilaðu eitthvað annað, því að þessi leikur snýst um stríð, og menn sem fíla það, eiga að fá frið til þess að lúta reglunni “allt er leyfilegt í stríði og ást”.
Mér finnst of mikils til ætlast, að maður eigi að vera að spá í siðferðislegum spurningum um það HVERNIG maður drepur andstæðinginn, þegar maður á að vera að gera skyldu sína, sem ER AÐ DREPA andstæðinginn. Það er á hans ábyrgð að verja sig. Yfirleitt, þegar andstæðingurinn einfaldlega er lélegri í að díla við ákveðnar kringumstæður leiksins, fer hann í það að kenna öðrum um. Það er alltaf svo fjári hentugt, að eigin vankostir séu hreinlega bara öðrum að kenna.
Ég bíð eftir því að menn fari að væla yfir því að maður miði, eða yfir því að maður komi á tank á móti bíl… svakalega ósanngjarnt það, ha? Eða að flugvél sprengi í tætlur herdeild sem er á leiðinni að flaggi, svakalega ósanngjarnt.
Enn annað, sem engum virðist detta í hug. ÞAÐ Á LÍKA AÐ VERJA EIGIN STÖÐ! Það á líka að passa að maður komi sér ekki í þær glundroðaaðstæður, að spawncamp verði mögulegt! Það verður ekki hægt þegar menn loksins drullast til þess að díla við vandamálið áður en það er orðið óviðráðanlegt. Svona virka stríð og bardagar, hafa alltaf gert, og hvort sem ykkur líkar betur eða verr… munu alltaf gera.
Ég lendi í spawncampi eins og allir aðrir. Ég er oft drepinn strax af ex-pack í Battle Of Britain. Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að það er á mína ábyrgð að passa, að óvinurinn komist ekki óhultur upp að varnarbyssunum! Það er ekki honum að kenna að honum tekst það sem hann ætlar sér, það er MÉR að kenna.
Og hvernig væri nú, að þegar þú ætlar að spawna einhvers staðar og einhver er að spawncampa, að spawna hreinlega einhvers staðar annars staðar, og koma aftan að viðkomandi? Er það er svo hræðilega ósanngjarnt að þurfa að berjast fyrir lífi sínu í leik, sem snýst um það einvörðungu, að berjast fyrir lífi sínu?
Fyrir mér er þetta staðreynd, að spawncamp er fullkomlega í lagi, einaldlega vegna þess að ég kann að díla við það. Ef ég get það, þá geta það allir aðrir líka. Ég er orðinn meira en lítið þreyttur á vælinu þegar menn klikka sjálfir, og þurfa að sætta sig við að vera dauðir í lengri tíma því þeir nenntu ekki að strategiza neitt.
“I don't wanna do pushups!”
“I don't wanna die!”
THEN STAY THE FUCK OUT OF THE ARMY! Herinn er ekki vettvangur fyrir aumingjaskap, þar þarf að harka af sér, út á það gengur helvítis leikurinn. Og við sem erum að reyna að njóta hans sem challenge, sem einhvers þar sem heppni einfaldlega kemur við sögu (ekki eins og í Action-Quake þar sem það er bara skjákort, mús og viðbrögð), viljum fá að njóta hans til fullnustu.
Mikið af þessu er líka það viðhorf margra, að þeir hreinlega ÞURFI að vera efstir og bestir í öllu. Ennfremur það viðhorf, að þeir væru það, ef óvinurinn væri ekki alltaf að drepa mann.
Ef þú fílar ekki leikinn eins og hann er spilaður í multi-player, spilaðu hann þá í fucking single-player, þar geturðu alltaf verið á toppnum, bara ýkt gaman, ha!
Að mínu mati ætti að KICKA fólki sem vælir undan spawncampi. Annaðhvort er til önnur stöð til að spawna í, og ef ekki, þá er það markmið borðsins að spawncampa óvininn, og passa að hann brjótist ekki út úr spawncampinu. Besta dæmið er líklega Berlin, þar sem ég er alltaf Allies, einmitt vegna þess að ég get skemmt mér í spawncampi, með því að brjótast út úr því! Það er challenge, ENJOY IT, for fuck's sake.
Jæja, ég er orðinn svo heitur, ég ætla að pása hérna og leyfa vælukjóunum að hakka þetta í sig. ;)