Ég vil senda þessa grein (eða kork ef hún er ekki samþykkt) inn af 2 ástæðum aðallega. Fyrst og fremst til að hvetja fólk til að gefa BF:Vietnam séns, og prófa hann almennilega áður en hann er endanlega afskrifaður (sem hann vonandi verður ekki), og í öðru lagi… til að hjálpa mér að sofa vel í nótt.
Btw. Þetta er ekki review af neinni sort… linka á þau getiði fundið á einhverri af þeim heimasíðum sem ég kem til með að nefna hér neðar í greininni.
Sko, ég hef tekið eftir því að menn virðast eitthvað vera að veigra sér við það að kaupa og prófa BF:Vietnam. Hver svo sem ástæðan fyrir því gæti verið veit ég ekki, en ég vil hvetja alla þá sem heyrt hafa eitthvað miður gott um leikinn, um að prófa hann bara sjálfir(hvort sem það þýðir að fara niðrá Ground Zero og testa hann þar ellegar kaupa hann bara), og mynda sér svo sína eigin skoðun. Einnig vil ég hvetja fólk til að gefa sér smá tíma í það, því leik af þessari stærðargráðu er engan veginn hægt að dæma eftir nokkurra daga spilun.
Við fyrstu sýn virðist leikurinn kannski eilítið framandi, ef ekki fjarlægur, ef tekið er mið af okkar blessaða BF:1942, en það er bara eins og gengur og gerist, og fyrr en varir er maður orðinn kunnur þeim vopnum sem helst eru í umferð og svona einföldustu leikaðferðunum, og þá getur gamanið hafist. Þegar á líður efast ég ekki um að leikreynslan aukist og sömuleiðis vopnafærni, kunnáttu á möppum o.s.frv. Enn í dag erum við að læra nýjar leikaðferðir (ellegar eitthvað annað nýtt af svipaðri sort) í 1942, og tel ég, að ef Vietnam drepst ekki sökum áhugaleysis (eða á ég að þora að segja “hræðslu” við að spila leikinn) þá tel ég að raunin verði sú sama með hann.
Annað sem menn hafa haft fyrir sér sem afsökun fyrir því að vilja ekki spila, er það að leikurinn annað hvort laggar, eða er uppfullur af göllum. Vissulega eru einhverjir gallar (þótt ég hafi bara tekið eftir einum, enn sem komið er), en var BF Vanilla ekki líka stútfullur af göllum á sínum tíma? Nei, ég bara spyr. Ég efast ekki um það, að þetta verði lagað í komandi bótum, og það sama gildir um laggið (þótt oftast nær geti ég nú spilað án nokkurra vandkvæða á minni meðal-vél). Málið er bara að kunna að setja leikinn upp þannig að hann spilist sem best á þeirra vél sem spila á hann í… og ef maður er í einhverjum vandræðum með það, þá væri nú ekki úr vegi að leita bara upplýsinga á einhverjum af þeim fjölmörgu community-síðum sem er að finna á netinu (www.bf-v.com, www.planetbattlefield.com, svo ég nefni nú dæmi). Svo er heldur ekki vitlaust að senda inn hjálparbeiðni hér á huga, eins og menn hafa verið óhræddir við að gera upp á síðkastið.
Bottom line is, mér fyndist það leiðinlegt að sjá þennan leik “crash 'n burn” eins og hvern annan aukapakka, enda vel yfir þá hafinn. Hann býður upp á svo margt nýtt sem ekki var að finna í upprunalega leiknum og tekst með eindæmum vel að flytja mann yfir á það tímabil þegar leikurinn á að gerast. Bara… þið vitið… gefið honum smá séns, og ég efast um að þið komið til með að sjá eftir því.