Allied

Markmið allied: Allied eiga að sækja fram úr skipinu sínu og taka ströndina. Svo taka þeir virkið í miðjunni og reyna svo að taka bækistöð Nazista.

Svona á að gera það: Gott er að allir séu Assault eða Medic. Einnig er gott að hafa 1-2 enginera til að taka út tanka og laga eigin tanka eða þá að sumir séu með Bazooku til að þruma í rassgatið á Tigerunum. Gott er líka að hafa menn á byssunum á skipinu til að þruma á virkið í miðjunni og fleiri target. Til að skipið viti hvert það er að skjóta þurfa sniperar að gefa target. Maður gefur target einfaldlega með því að nota sjónaukann sinn og hægriklikka. Þetta finnst mér alveg vanta á Simneti og mörgum fleiri serverum þar sem að Omaha Beach er spilað. Þegar allied er búið að ná ströndinni þá á meirihluti Allied spilara það til að leggjast niður og fara að ‘snæpa’ eins og hálfvitar og safna skori. Þetta má EKKI gerast ef að sigur á að hafast. Mest að hafa 1-2 góða snipera en ekki 10 ‘núbba’ sem hitta ekki neitt hvort sem er. Hinir eiga að sækja fram og reyna að ná virkinu í miðjunni. Ef að það tekst þá eiga allir að hætta að ‘snæpa’ og fara upp hægra megin. Einnig er líka gott að taka út Defguns til að verða ekki skotnir í klessur þegar það er verið að hlaupa upp brekkuna. Það er mjög gott að hafa flesta sem Assault eða Medic en einnig er hentugt að hafa Anti-Tank kalla til að drepa Tigerana sem koma væntanlega gegn árásinni. Það sem Allied verða að passa sig á á þessum tímapunkti er að Þýskararnir laumi sér ekki niður vinstra megin og taki miðjuvirkið. Þegar og ef að Allied tekst að taka bækistöðina þá verða þeir að halda öllum bækistöðvum eða drepa alla Þýskara og þá telur tickets hjá þeim niður í 0 og Allied hefur sigur.

Axis

Markmið Axis: Axis eiga að reyna að halda sókn Allied í skefjum og draga með því tickets hjá þeim niður.

Svona á að gera það: Byrja á því að manna báðar defguns og svo hafa tanka viðbúna. Það spawnar einn í bækistöðinni og einn fyrir neðan. Eins og hjá Allied er mikilvægt að sniperarnir sem mega alveg vera 3-5 gefi defgun köllunum target á ströndi svo að þeir sjái hvar Allied menn komi að landi. Ef að það á að hafa skemmtilegan leik fyrir bæði lið má Axis ekki rusha niður á strönd með allt sitt lið heldur ættu þeir að bíða þar til að Allied hafa náð ströndinni og þá ættu þeir kannski að setja smá pressu á þá en alls ekki fyrr því annars er hætta á að leikurinn verði leiðinlegur fyrir Allied og allir skipti í Axis. Svo á Axis bara að halda Allied sókninni í skefjum eins og þeir geta. Ef að miðjuvirkið tapast er gott að laumast niður hægra megin frá bækistöðvum Axis séð og stela flagginu í miðjunni. Það er best að hafa sem flesta sem Assault eða Medic til að verja bækistöðina. Gott er að henda grensum yfir vegginn sem er þarna á milli eða bara að kíkja yfir hann og gá hvort að nokkrir séu til í að fá eins og fimm kúlur í hausinn. Ef að flaggið tapast ættu allir eftirlifandi að reyna að koma sér saman á einn stað og ná aftur einhverju flaggi. Ef það tekst ekki er Allied búið að vinna.

Svo eitt sem ég vildi segja: Samvinnu á Simnet!!!

Góðar stundir….
d@toffy