Hér kemur fyrsta greinin af nokkrum sem ég mun semja og birta hér á huga.

Skyttan.
Vopn skyttunar eru hnífur, riffil með sjónauka, skammbyssa og sjónauki sem hann kallar á stórskotalið með.
Hlutverk skyttunar er ekki að vera árásarliði heldur að stuðning, beina stórskotaliði á heita punkta og drepa þá óvinis sem gerast það fífldjarfir að stinga hausnum upp og gefa skyttuni færi á að skjóta þá.

Sá vopnabúnaður sem skyttan ber gerir það að verkum að flest hans dráp eiga sér stað á löngu færi og geta bardagar hennar endað með því að hún stendur uppi skotfæralaus og getur ekki tekið upp vopnabúnað óvinarins, þá bregða margar skyttur á leik og leggjast niður við hliðiná skotfærakössum og gott ráð er að taka brynvagn með sér þar sem hann bæði læknar, veitir skotfæri og skyttan getur varið sig gegn flugvélum að einhverju ráði.
Helstu skotmörk skyttunar er að verja liðsmenn sína gegn öðrum skyttum og drepa þá óvini sem hafa komið sér fyrir á óþægilegum stöðum.

Skyttan ræður yfir öflugustu vopnunum sem eru í leiknum þ.e. stórskotaliði hvernig sem það birtist í priest varnarbyssu eða orrustuskipi.
Þegar skyttan kallar á skotmark þarf hún að gæta þess að það sé möguleiki fyrir stórskotaliðið að hitta skotmarkið þ.e. ekki vera að kalla eftir stórskotaliði ef skotmarkið er ekki í færi eða bakvið hól,hús eða ofan í gili.

Sjáumst svo á vígvellinum [Viking]Vileshout
We are the hollow men