Hingað til hef ég haldið mig fyrir utan þessar umræður(sandkassaleiki) hér á Huga en núna er mér nóg boðið. Hvaða fjandans fíflaskapur er þetta eiginlega? Hvað varð um þetta svokallaða Bf-samfélag sem við vorum svo stoltir af í upphafi? Þetta Bf-samfélag sem var svo flott og gott? Þetta samfélag sem var akkúrat öfugt við Counter Strike pakkann. Hversu oft hefur ekki verið gert grín að þeim hér á þessu áhugamáli? “Hah, þessir CS-gaurar eru svo óþroskaðir” “Iss, haltu þig bara við Cs vinur ef þú ætlar að vera með svona talsmáta” Þeirra áhugamál einkenndist af ásökunum um svindl, ljótum talsmáta og bara bulli! Á meðan vorum við svo stoltir. Stoltir yfir því að geta haldið þessu áhugamáli á vitsmunalegum nótum.
En hvar erum við í dag?!?
Ég man eftir því þegar þessi hax/svindl umræða fór að ryðja sér til rúms í Battlefield. Það voru þá oftast einhverjir fyrrv. Counter Strike gaurar sem vissu varla hvernig ætti að snúa byssunni. En það sem ég man betur eftir er hins vegar það að alltaf þegar einhver kom með svona ásakanir, þá var það í 90% tilfella klanmeðlimur sem sagði honum að hætta þessu rugli og spila bara leikinn. En hvernig er þetta í dag? Núna liggur það við að þetta sé öfugt! Núna eru klanmeðlimir að ásaka allt og alla um hax og djöfulgang. Þetta er meira að segja gengið svo langt að sumir menn sem verða hvað oftast fyrir svona ásökunum eru við það að hætta í leiknum því að þeir verða sífellt fyrir barðinu á því að vera kallaðir haxarar! Þó það hljómi e.t.v. fáránlega, því að þetta er jú tölvuleikur, þá kemur orðið einelti fljótt upp í hugann!!!
Og hvaða skilaboð erum við að senda nýliðum, sem enn eru að týnast af og til inn í leikinn, með því að vera stanslaust að rífast bæði inni á Simnet og hér? Ef ég væri Cs-gaur að koma hingað inn í fyrsta skipti þá myndi ég sko hugsa með mér:“Nei fjandinn. Halflife áhugamálið er þó betra en þetta!” Viljum við virkilega að Battlefield detti niður í sama drullupakkann og Counter Strike? Ég meina, Counter Strike er ágætis leikur. Hann var viss frumkvöðull í spilun netleikja og ef hann hefði ekki verið búinn til, hver veit hvort að við værum að spila Bf í dag? Málið með Counter Strike og þessa fóbíu við hann í dag er einfaldlega samfélagið og mórallinn í kringum hann. Hver nennir að hanga með 12 ára krökkum sem garga hax! Svindl! Omg, l337 H4xor eitthvað crap allan tímann? En vitið þið hvað, þetta hljómar hálf kunnuglega. Þetta gæti verið inni á Simnet á góðum degi eins og staðan er í dag! Ég hugsa nefnilega að margir geri sér ekki fyllilega grein fyrir því að við erum hættulega nálægt því að breyta þessum dýrindis leik í annan Counter Strike!
Hvað er þá til ráða? Jú, hættum þessu hax-ásakana kjaftæði, daginn út og daginn inn. Það á vonandi eftir að lagast í patchi 1.6 en hann er bara hálf lausn. Við sjálfir verðum að taka ábyrgð á þessu og treysta hver öðrum. Í það minnsta klanspilarar! Reynum líka að halda Huga eins og hann var í byrjun. Skemmtilegar greinar um WW2, alls konar spurningar á góðu nótunum og bara í raun skemmtun. Ekki þetta sandkassakjaftæði sem allir virðast vera ólmir í að taka þátt í. En það sem skiptir mestu máli í þessu er það að klönin á Íslandi verða að taka sig saman í andlitinu. Þá er ég að tala um alla, líka I'm! Auðvitað er það erfitt að grafa bara stríðsöxina upp úr þurru en einhvern tíma þarf þetta að gerast og helst fyrr en seinna.
Ef ekki á að fara illa fyrir þessum leik og þessu áhugamáli, þá verður eitthvað að lagast.
Ég er núna búinn að segja mína skoðun á þessu og ég vona það svo sannarlega að menn geti stillt sig um að rakka þetta niður í skítinn. Pæliði frekar í þessu, hvað get ég gert til að bæta ástandið?