Jæja, nú er klukkan orðin rúmlega hálf tvö, og hef ekkert mikið annað að gera þannig ég ákvað að skrifa grein um hvernig það er að byrja í Battlefield 1942..

Hvernig munurinn er á þessum leik og öðrum leikjum, mórali, og öðru..

Það er nú varla langt síðan ég byrjaði að spila þennan leik, en það er um mánuður síðan, ég hef hinsvegar spilað leikinn Counter-Strike í þó nokkurn tíma. Ég heillaðist af BF strax, þetta var allt svo flott eitthvern vegin.. Maður gat farið í öll tæki, allt var miklu raunverulegra og skemmtilegra, það var alltaf eitthvað meir í gangi..

Ég komst fljótt inn í clanið [89th] og var tekinn opnum örmum þar, það er reyndar eina BF clanið sem ég hef verið í og verð ég að segja að ég hef verið í nokkrum clönum í öðrum leikjum og vissi ég ekki að svona góður mórall í clönum væri ekki til..
( Eflaust hin liðin líka svona bara að taka sem dæmi! )

Svo byrjaði maður að spila á puplic, þetta var nýtt líf, mórallinn á serverum verð ég að segja var frábær, hef aldrei lent í slæmum móral á server, það var jafnvel smá teamplay í gangi á puplic server. Og þegar ég lít t.d. á Counter-Strike þá er nú varla 1% teamplay á puplic, og mórallinn er allveg hrikalegur.

Menningin hér á Íslandi í BF er með endæmum góð og þetta er án efa einn skemmtilegast leikur sem ég hef spilað, er varla búinn að snerta CS síðan ég byrjaði að spila þennan leik.

Þetta er án efa leikur sem ég mæli endregið með, og trúið mér ef þið byrjið að spila þennan leik, þá eru ekki miklar líkur að þið hættið strax!

Svo í heildina litið, þá er miklu skemmtilegra að spila þennan leik útaf góðum móral og skemmtilegum spilurum :)

Halda þessu áfram!

ÁFRAM BF!