Að mér vitandi hefur aldrei verið skrifað um Operation market garden hér á huga, og þar sem mér sýnist hann Volrath vera bara hættur að senda inn sínar fínu sögugreinar var ég sonna aðeins að flippa og þetta er það sem ég gat komið með (ATH. aðeins fyrsti hluti, sá seinni kemur síðar) :

Operation Market Garden, 1. hluti

í byrjun September 1944, voru Bretar, Bandaríkjamenn og aðrir Bandamenn í hraðri sókn frá Seine, og voru búnir að ná mestum hluta Frakklands og Belgíu. Eftir smá endurskipulagningu voru þeir til í að sækja fram í miðju mánaðar. Bandamenn áttuðu sig á því að það besta væri að fara norður, gegnum Holland, og svo inn í Þýskaland frá austri og komast báðum megin við Siegfried-línuna og fara svo aðalleiðina til Berlínar yfir sléttur Norður-Þýskalands, því að þá væri stríðið næstum unnið. Það fyrsta sem þurfti að gera var að gera örugga leið yfir fljótin Rín, Waal og Maas á svæðunum Grave, Nijmegen og Arnhem. Til þess að ná þessu takmarki létu Bandamenn rigna fallhlífarhermönnum sem áttu að ná brúnnum við þessi fljót og halda þeim þar til 2. Breski herinn kæmi þangað. 1. fallhlífaherdeildin fékk það verk að ná brúnnum hjá Arnhem og sjá til þess að 2. herinn gæti farið um á tafar. 82. fallhlífaherdeild Bandaríkjamanna átti að sjá um Grave og Nijmegen, og þær á milli Grave og Eindhoven voru verkefni 101. fallhlífaherdeildar Bandaríkjamanna. Þetta var Aðgerð “Market Garden”.

Skotmark 1. fallhlífaherdeildar breta var brúin við Arnhem. Mílu niður eftir fljótinu var skipabrú, þar sem miðjan hafði verið fjarlægð svo að það var ekki hægt að fara yfir hana. Tveimur mílum niður eftir Rínarfljóti var annar staður sem hægt var að fara yfir, járnbrautarbrú, sprengd rétt fyrir framan nefið á fyrstu herdeildinni sem átti að ná henni. Fimm mílum niður eftir fljótinu var fjórði staðurinn sem hægt var að fara yfir, Drielse-ferjan. Sumir halda því fram að henni hafi verið sökkt miðvikudaginn 20. september af Hollenska ferjumanninum Pieter Hensen, en það eru sannanir fyrir því að hún hafi enn verið í gangi þann 21. Hinsvegar þurftu báðir stríðsaðilar mjög mikið á ferjunni að halda, Bretarnir til þess að fá liðsauka frá Póllandi, Þjóðverjar til þess að fá hermenn til Nijmegen.

Þar sem haldið var fram að loftvarnarskothríð væri of mikil frá Deelen flugvelli og bænum Arnhem til þess að flugvélar gætu komið nálægt. Þess vegna var ekki hægt að sleppa út fallhlífarhermönnum sunnan við Arnhem eða nálægt brúnum. Einu staðir sem annars var hægt að sleppa yfir voru stóru opnu svæðin norðan og sunnan við járnbrautina vestan við Wolfheze-stöðina. Vegna skorts á flugvélum þurfti þrjár ferðir á flugvél til þess að koma öllum fallhlífarhermönnunum til skila. Hins vegar voru Bandamenn ekki með nógu góðar upplýsingar um stöðu Þjóðverja á svæðinu, en fengu þó að vita að andstaðan væri um 3000 manns með skriðdreka. Reyndar var meirihluti 2. SS Panzer sveit þarna að endurskipuleggja sig.

Bandamenn ákváðu að flugvélarnar skyldu taka á loft og fara þrjár ferðir, þrjá mismunandi daga. Fyrsta fallhlífaherdeild Breta átti fyrst að lenda vestan við Wolfheze, og fara sem skjótast til Arnhem. Mörgum öðrum var sleppt norð-vestan við Wolfheze. Þeir seinni áttu að passa að óhætt væri fyrir fleiri fallhífarhermenn að lenda næsta dag. Mörg hundruð flugvéla og svifflauga voru notaðar í þetta. Næsta dag kom 4. fallhlífaherdeildin á milli Planken Wambuis og járnbrautarinnar. Á þriðja degi átti 1. Pólska fallhlífaherdeildin að lenda sunnan við brúna þar sem haldið var að öruggt væri að lenda því að það átti að vera búið að eyðileggja loftvarnarbyssur óvinanna. Þegar allar þessar herdeildir voru komnar áttu 4. breska og 1. pólska fallhlífaherdeild áttu að verja kringum bæinn meðan 1. breska átti að verja brúna.

Aðgerðin var framkvæmd sunnudaginn 17. September 1944. Allt gekk vel frá byrjun, flugið frá bretlandi var rólegt og fyrstu mennirnir lentu um kl. 1 eftir hádegi. Varla nein mótspyrna var og íbúar svæðisins tóku vel á móti hermönnunum. Innan 150 mínútna voru fyrstu hermennirnir á leið til þess að ná brúnum. Um 20:30 var 1. Fallhlífarherdeild, undir stjórn J.D. Frost Undirofursta, búin að ná norðurenda Aðalbrúarinnar. Hluti af herdeildinni hafði verið sentur að járnbrautarbrúnni, en hún var sprengd í loft upp beint fyrir framan þá. Eftir það voru þeir umkringdir og neyddust til að brjótast út. Þeir náðu aldrei aftur til 1. fallhlífarherdeildar, en meirihluti höfuðstöðvanna kom til 1. fallhlífarherdeildar um kvöldið. Hinsvegar voru þeir á yfirmanns síns sem hafði verið með Urquhart hershöfðingja að heimsækja 3. fallhlífaherdeild, en vegna óvina á svæðinu neyddust þeir til að vera þar. 1. og 3. Fallhlífarherdeildir færðu sig lengra austur, 1. til þess að styðja við bakið á 2. Fallhlífarherdeild, og 3. til þess að ná svæðinu norðan við Arnhem. Báðar árásir enduðu með háu mannfalli. Um morguninn þann 18. September tóku báðar herdeildir sig saman og náðu svæði rétt hjá St. Elizabeth spítalanum, þrátt fyrir hátt mannfall.

Snemma um morguninn á þeim 18. voru óvinirnir komnir á kreik á lendingarsvæðum bandamanna, og 1. Hersveit var í vandræðum. Hicks, sem stjórnaði sveitinni í fjarveru Urquhart hershöfðingja, ákvað að senda þyrfti menn til aðstoðar 1. herdeildar, og senti jafnvel næstu bylgju af fallhlífarhermönnum af stað. Þeir áttu að vera komnir um 10:00 um morguninn, en veðrið var slæmt í Bretlandi og þeir lentu ekki fyrr en um 15:00 eftir hádegi. Þrátt fyrir meiri mótspyrnu en fyrri daginn komust mennirnir örugglega sunnan við Planken Wambuis.

(efni að mestu leyti tekið af www.marketgarden.com)
Shounin