Ágætu spilarar,
Ég legg til að leaderar helstu clana og liða ræði við leikmenn sína, og sammælist svo um hvort þeir vilji mæta á Skjálfta. Við munum ekki halda official BF1942 keppni nema að a.m.k. 5-6 fullskipuð lið mæti, svo það er best að þið talið sjálfir saman, og skráið ykkur ekki nema þið vitið að nægur fjöldi muni koma. :)
Hins vegar er auðvitað nóg við að vera á 500 manna lani, ef 2-3 lið mæta; nóg hægt að scrimma í hinum ýmsu leikjum og svona.
Skráning hefst kl 18:00 í dag (föstudag), og verður BF1942 á meðal keppnisgreina (10-12 manna lið). Talið því saman í snatri, og athugið hvort líklegt sé að sæmilegur liðafjöldi náist! 2-3 dögum eftir lok skráningar verður svo endanleg ákvörðun tekin um hvort af BF1942 keppni verður, og öllum sem skráðu sig til að keppa í BF gefinn kostur á að afskrá sig, falli keppni niður. Reynið þó að forðast þetta (og spara okkur óvissuna og vinnuna) með því að ræða málin, svo þið vitið sjálfir nákvæmlega að hverju þið munið ganga. Það er miklu betra að þið talið beint saman á IRC en að nota mig sem “hub”… :)
Kveðja,
Smegma