Mér hefur þótt áberandi eftir að AQ lagðist blessunarlega út af, að menn bara virðast ekki geta sætt sig við að spila leikina eins og þeir eru.
Tel ég þetta vera flest upprunnið úr upphrópuninni “camp!” sem menn af einhverjum ástæðum ákváðu á sínum tíma í AQ að væri ódrengileg ofbeldisleið. Aðallega þá vegna þess að þá þurftu hinir spilararnir að passa sig aðeins í staðinn fyrir að bara fljúga hvert sem þeim datt í hug og láta skjákortið og músina gera vinnuna fyrir sig.
Eftir þetta virðist ákveðinn hópur manna bara fullviss um það, að ekkert sem er pirrandi í online tölvuleik, eigi að vera til staðar.
Í Battlefield er tuðað yfir eftirfarandi í réttri röð:
1. Spawncamp
2. Farartæki notað til að ná flugvél
3. Teamkill
Byrjum á því fyrsta, spawncamp. Sjálfur stunda ég ekki spawncamp nema einstaka sinnum og þá sem sniper, einfaldlega vegna þess að ég er hörmulega lélegur í því. Ég er miklu meiri varnargaur heldur en sóknargaur.
Það finnst mér hinsvegar alveg ótrúlegt hvað menn nenna að eyða miklum tíma í því að væla yfir þessu. Ég lendi alveg í spawncampi eins og hver annar á Símnet-þjónunum, en þá er einmitt eina málið að skjóta og respawna þar til óvinurinn er farinn. Þið sem viljið meina að spawncamp sé eitthvað voðalega ósanngjarnt, gleymið því að þarna er búið að brjótast inn í AÐALSTÖÐINA YKKAR! ÞIÐ EIGIÐ AÐ VERJA HELVÍTIS AÐALSTÖÐINA YKKAR! Þegar þið klúðrið því fáið þið að sjálfsögðu að kenna á því, þá er því meira vesen að ná henni til baka. Í öðru lagi eruð þið bara lélegir spilarar ef þið getið ekki hugsað ykkur að þurfa að flýta ykkur að miða og skjóta þegar það er spawncamp í gangi. Þetta er hluti af leiknum, og ef þið fílið það ekki, spilið eitthvað annað.
Næst kemur þetta að nota fyrirtæki til að ná flugvél. Af einhverjum ástæðum eru allir rosalega gráðugir í flugvélarnar, algerlega óháð því hvort þeir kunni rassgat á þær. Það eru einstaka menn sem virðast kunna að drepa eitthvað massívt með flugvélunum, og þeir eiga það einmitt allir sameiginlegt að væla ekki yfir þessu. Þið sem eruð á fæti; drullist bara til að nota farartæki sjálfir. Það að ykkur langi rosalega í flugvél þýðir ekki að aðrir eigi að taka tillit til þess. Aðra getur langað rosalega mikið í flugvél líka.
By the way, fucking hættið að skjóta á flugvélar sem þið náið ekki. Fyrr má nú vera frekja.
Þriðja og síðasta; teamkill. Hérna skil ég menn aðeins betur, en langar samt að benda á nokkra hluti hvað varðar Battlefield.
Óneitanlega er áberandi meira um teamkill í Battlefield heldur en t.d. í Counter-Strike. Gleymum því ekki að menn eru að nota flugvélar og skriðdreka og jafnvel HEEEVÍÍÍ skriðdreka, og það er auðvelt að drepa óvart samherja án þess að jafnvel gera sér grein fyrir því. Um daginn slátraði ég einhverjum 5 óvinum og einum samerja með sprengju… ég hafði ekki hugmynd um það. Svo var bara farið að væla um teamkill og vesen. Hvað haldið þið að eigi að gera við þessi vopn? Hafa þau upp á punt, eða skjóta á stöðvar sem eru greinilega herteknar af óvininum? Ef þú ert að þvælast á óvinasvæði, skaltu ekki halda að allir séu að passa það sérstaklega hvar þú ert staðsettur.
Friendly-fire er mjög stór hluti af stríði. Sama fólk vælir yfir óraunveruleika spawncampsins, og vælir yfir þessu. Ef þið viljið raunveruleika, þá hafið þið engan rétt á því að væla yfir friendly fire.
Ég spila frekar mikið sjálfur, og hef ALDREI orðið var við teamkill sem var ekki slys. Ekki einu sinni, aldrei nokkurn tíma. Nema að vísu þegar einn ræfillinn skaut bara eins og brjálæðingur á flugvélina sem ég náði á undan honum, enda var honum kickað skömmu seinna.
Jæja! Ég bara varð að tjá mig um þetta, maður verður stundum alveg geðveikur á þessari gegndarlausu frekju og sjálfsvorkun á Símnet-þjónunum.
Spilið leikinn eða drullist úr honum.