Þurs.BF – Tímabil 2 – Hugmyndir af breytingum.
1. Þó að Chasecam sé vont…sérstaklega fyrir leyniskyttur þá er freecam bara ekki að virka…það gefur allt mönnum allt of mikið svifrúm til þess að svindla. Semsagt út með Freecam og inn með Chasecam
2. Breyta stillingum fyrir nametag view, það var vitlaust uppsett á serverunum sem að tímabil eitt var spilað á. Réttar stillingar eru þannig að Friendly (þó ekki þessi í 89th J) unit nametag sjást í 300 metra fjarlægð og enemy nametag sjást í 30 metra fjarlægð. Ástæða það gengur ekki að menn sjái glitta í nametag í gegnum hot og hæðir.
3. Miðar…Ég hef hug á því að stilla miða mismunandi eftir borðum, ég legg til að við notum áfram 100% miða á borð sem eru conquest assault, borð þar sem miðar telja aðeins niður þegar annað liði hefur ALLA fánana, (Wake Island, Battle of the Bulge, Iwo Jima, Omaha Beach, ofl.) En breita miðunum í 250% fyrir borð sem eru conquest, borð þar sem miðarnir telja niður svo framarlega sem annað liði hefur meira en 50% af fánunum. (Market Gadren, Kharkov, El Alamain ofl.)
4. Fjöldi leikmanna í leik. Eins og bent hefur verið á þá öskra sum borðin hreinlega á fleiri leikmenn. Passa verður þó að fara ekki út í öfgar í þeim málum og var aðal ástæða þess að ég valdi að spila 10.vs.10 á fyrsta tímabili í Þurs.BF sú að mörg ný lið voru í myndinni þá og höfðu hreinlega ekki efni á því að spila með fleirri en 10 leikmenn. Nú er hinsvegar Battlefeild 1942 orðin 8-9 mánaðargamall og því tel ég að við ættum að spila með 12 manna lið.
5. Heimavöllur, ég ætla að leggja til að hver lið fái að velja sér heimavöll. Hvert lið velur sér þá í upphafi tímabilsins eitt kort (af lista sem gefin verður upp) sem verður þeirra heimavöllur. Vonast ég til þess að getum spilað tvöfalda umferð í tveim 5-6 liða riðlum. Þetta þýðir það að lið í sama riðli mætast tvisvar sinnum, einusinni á heimavelli hvors liðs.
6. Betri skil á úrslitum…það hefur brugðið við að ég hef ekki fengið úrslit leikja fyrr en nokkrum dögum eftir lok hans og það gengur ekki…spurning um að hafa einhverja korka/heimasíðu eða eitthvað þar sem menn geta pósta úrslitum. Þá geta líka fleiri en einn séð um að ská inn úrslitinn, en hugmyndin er að fá aðstoðarmann til þess að hjálpa til við það að reka þessa deild.
7. Lið sem líkleg eru til þess að mæta: 89th, Fantar, [.Hate.], I’m, EASY, Jamma, RAF, CP, Hux, FUBAR, The Lost. Þetta eru 11 lið og svo er spurning hvað við náum mörgum þeirra…
ATH. Þetta eru bara hugmyndir mínar…ekkert er ákveðið, en mér þætti samt vænt um að fá comment á þetta. Hvað mætti gera til þess að bæta þessa deild ?
P.s. Hugmyndin var að hefja skáningar í tímabil 2 af þurs, föstudaginn 15. mai (Viku frá þessum pósti) og láta hana standa yfir í 4 daga fram til þriðjudagsins 20. mai. Byjrað yrði að spila viku síðar eða miðvikudaginn 28.mai. Gott væri ef stjórnendur liða gæfu mér hugmynd um hvort þeir telji að lið þeirra komi til með að senda lið í þennan sumarþurs eða ekki..sjótið á mig skilaboðum hér á huga takk.
Kveðja
Volrath
BF1942: [.Hate.]Padre
Irc: H8|Padre