Halló gott fólk.
Kannast einhver við það að sitja við tölvuna þegar eiginkonan eða mamma kemur og segir “jæja, drífum okkur í bíó. Eða taktu nú til í herberginu drengur !”
Það er nefnilega ekki sama tölvuleikur og tölvuleikur :D
Þegar spilað er á netinu þá ertu hreinlega varla í tölvuleik eingöngu í þeim skilningi. “Online” ertu kominn í hóp lifandi fólks sem hefur tilfinningar og langanir eins og þú. Þess vegna skaltu koma fram eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig ?
Ekki skrifa “éttu skít noob” eða “ríddu ömmu þinni hundaskítur” þetta eru dæmi um niðrandi og særandi ummæli sem koma fólki til að líða illa að óþörfu.
Ég sat einu sinni og var að spila í tölvunni þegar konan kom og spurði hvort ég væri ekki “til í að skreppa í mat til tengdó?” “Nei, 2svaraði ég. ”Nú, geturðu ekki slökkt á tölvunni ?“ spurði eiginkonan. ”Nei það get ég ekki, þetta er evrópuúrslitaleikur í Delta Force og það eru 20 manns víðsvegar um heiminn búnir að vera að undirbúa þennan leik í 2 vikur. 20 menn að taka frí frá vinnu og fjölskyldu til að geta komið saman og spilað þennan leik." svaraði ég
Já það breytir stöðunni sagði góða konan mín :D
Þetta kostaði blóð svita og tár en nú skilur konan mín að tölvan mín er gluggi að öðru lifandi fólki og því fylgir ábyrgð.
Það er nýlegt vandamál að þurfa að gera sér grein fyrir að tölvukallarnir sem maður er að skjóta eru einskonar gervisjálf lifandi persóna og maður þarf að hafa framkomu og samskipti samkvæmt því.
Mér datt bara í hug að tjá mig dálítið um tölvuleiki.