Þetta er tekkið úr bókinni Jölvabók um Seinni Heimsstyrjöld > Eftir Heiferman, Roanald

Hinn hraðskreiði, lipri, vel vopnaði skriðdreki af meðalstærð Panzer (að mínu matti besti skriðdrekinn í BF =) IV var hin sárbeitta egg Þýska sverðsins sem rann gegnum Niðurlönd og Frakkland í maí 1940.Panzer IV var búinn 75mm fallbyssu og gat auðveldlega skotið af nokkru færi og tortímt léttvopnaðri skriðdrekum Bandamanna. Í átökum við öflugri skriðdreka þeirra,t.d. Char B hinn Franski og Matilda hinn Enska, kom hraði Panzer IV í góðar þarfir. Panzer IV hafði stóran eldsneytisgeymi og gat ekið 200 km á einni áfyllingu. Áhöfnin bjó einnig við betri aðstæður en í skriðdrekum andstæðinganna. Ökumaðurinn og loftskeytamaðurinn, sem einnig var vélbyssuskytta, sátu frammi í skriðdrekanum. Í turninum voru skriðdrekastjórinn, fallbyssuskyttan og hleðslumaðurinn. Í Char B skriðdrekanum Franska var aðeins þriggja manna áhöfn, ofhlaðin störfum; ökumaðurinn og vélbyssuskyttan niðri en skriðdrekastjórinn uppi í turninum – þurfti hann bæði að hlaða og skjóta úr aðalbyssunni. Þjóðverjar smíðuðu aðeins 278 skriðdreka af gerðinni Panzer IV fyrir herferðina í Vestur-Evrópu og munaði minnstu að þeir köstuðu á glæ þeim yfirburðum sem skriðdrekinn veitti þeim. Þessi skammsýni, sem stafaði af oftrú á sjálfum sér, knúði skriðdrekastjórnendur til að beita þessum fjölhæfu tækjum sparlega. Metið í slíkri sparsemi á trúlega Erwin Rommel. Þegar ein af sveitum hans var stöðvuð í þorpi einu af öflugri skriðdrekum Frakka, sendi hann aðeins einn skriðdreka af gerðinni Panzer IV til að ráðast á frakkana aftan frá. Þýski skriðdrekinn skaut af örstuttu færi eins hratt og auðið var og eyðilagði 14 Franska skriðdreka, sem voru of þungir og svifaseinir til snúninga í þröngum þorpsgötunum. En Panzer IV varð aldrei ósigrandi, ekki einu sinni hjá Rommel. Þegar komið var að honum óvörum – eins og gerðist var að Arras – kom tiltekin veila í ljós. Frönsk skeyti sem gengu gegnum brynvörn skriðdrekanna og eyðilögðu þrjá þeirra. Skömmu síðar breyttu Þjóðverjar gerð Panzer IV, settu á hann þykkari brynvörn og öflugri byssu. Eftir þær endurbætur var hann fær í flest og stóð framar flestum bryntækjum Bandamanna til loka stríðsins.

-Þyngd: 20 smálestir
-Lengd: 5,7 metrar
-Breidd: 2,7 metrar
-Hæð: 2,4 metrar
-Hámarkshraði á vegum: 40 km á klst.
-Hámarkshraði utan vega: 19 km á klst.
-Hámarksakstursþol á vegum: 190 km.
-Hámarksakstursþol utan vega: 128 km.
-Eldsneytisforði: 460 lítrar
-Áhöfn: 5 menn
-Vopnabúnaður: ein 75 mm byssa, tvær 7,92 mm vélbyssur
-Brynþykkt að framan: 3 cm
-Brynþykkt að aftan og á hliðum :2 cm
-Brynþykkt á þaki: 1 cm