Það sem ég vildi helst segja um Road to Rome er að ekki tel ég að nokkur BF:unnandi verði fyrir vonbrigðum með þessa útgáfu.
Níu borðin innihalda bæði frakka og ítali, eins og við vitum jú flest. Fleyri farartæki og staðsettar byssur, sem við einnig öll vissum :) og síðast en ekki síst eru víglínurnar í stærra laginu og munu þau bjóða upp á mjög skemmtilegar aðstæður fyrir skrimm þar sem lögð er áhersla á meiri fjölda hermanna á víðdreifari vígstöðvum, án þess þó að dreifa hernum jafn mikið og gert er í El Alamein.
Sum borðana bjóða upp á þægilega jafnar líkur fyrir bæði lið til vinnings. Tvö þessara yndislegu borða eru þó ekki svo jöfn heldur sett upp á svipaðan hátt og Omaha Beach, nema hvað flöggin sem allies þurfa að ná eru talsvert fleiri og ekki ALVEG eins erfitt að sækja fram með liðið.
Þess í stað (að minsta kosti í öðru þeirra) ætti að vera talsvert erfiðara að laumast með einstaka hermann á bak við víglínuna til þess að ná aftasta fánanum og virðist borðið byggjast helst á því að axis nái að viðhalda pressunni út tímann.
Landslag utan vega er ekki alveg eins flatt og í gömlu borðunum og er auðveldara að fela sig fyrir óvininum ef maður leggst flatur niður, þó það sé nú ekki alveg gefið að óvinirnir sæu mann, eins og í gömlu borðunum. (Þá vil ég t.d. vitna í Marked Garden þar sem fallhlífarhermenn allies eru ekki bara vel sýnilegir í fallhlífunum, heldur líka eftir að lendingu hefur verið náð.
Talsvert virðist hafa verið lagt í að búa hreinlega til kjöraðstæður fyrir t.d. scout-inn til að snipa, og engineerinn til að koma fyrir jarðsprengjum og dínamíti án þess að mikið beri á þeim, og krefst það þess að við lærum á þessa staði jafnt og þeim til að geta forðast ótímabærar dauðastundir :)
Sum borðana hafa jafnframt mjög mikið að flöggum svipað og Tobruk, sem krefst þess að hernum sé dreift mikið en það sem er frábrugðið Tobruk er hvað landslagið er fyllt hólum og lautum sem varna mönnum sýn á milli og tefur sóknina umtalsvert.
Að lokum vil ég benda jafnvel reindustu BF:spilurum á það að ana ekki of harkalega á jeppunum beint af augum, þar sem víðast leinast þverhnípi sem maður bíst við aflíðandi brekkum, og minna ykkur á það að vegirnir voru hannaðir til þess að nota þá :)
Fyrir þá sem ekki vita, þá verður þessi aukapakki settur á sölu þann 6. febrúar og mun ég telja það nauðsinlegt að menn kaupi sér hann strax, þar sem þessi viðbót uppfærir jafnframt leikinn á þann hátt að ekki verður hægt að spila hann online, þar sem allir serverar sem bæta á sig þessari uppfærslu koma til með að lokast þeim sem enn eru eingöngu með leikinn eins og við spilum hann í dag.
P.s. Ítölsku assault byssurnar eru hörmung, ekki nema von að þeir gátu ekkert :)
Virðingarfyllst +SS[Fuhrer]GHOST.
Foringi Stormsveitarinnar.
idkfa+iddqd