Uppkast að nýrri Deildarkeppni Eins og flestir vita, tókst minimótið upp með ágætum og vil ég þakka þeim sem um það sáu og einnig þeim sem tóku þátt.

Nú strax klæjar marga í puttann í að jafna við okkur metin (hehe) og ég er sammála…

Ég veit að það er að hefjast einhverntíman á næstunni peningamót en það geta ekki allir verið í því.
Ég hef þessvegna tekið mér bessaleyfi (ehe)og gert örlítið uppkast að stærri deildarkeppni sem gæti tekið lengri tíma að klárast.

Mín hugmynd var sú að öll skráðu liðin myndu spila á hverjum laugardegi í sama borðinu og myndu þá stigin hlaðast upp.
Fyrst myndum við velja borðin í desert campaign, kannski byrja á battleaxe og fara síðan í hin og úrslitaleikurinn yrði spilaður í berlín. ef þetta er of mikið má kannski sigta úr tvö borð úr hverju campaigni og stytta þarmeð keppnina.

Ef það yrði of mikil pressa á servera, þá væri hægt að taka tvo leiki í einu og síðan senda hin liðin inná.

Endilega segja mér hvað ykkur finnst og þið hinir sem stjórna þessu, hvað er hægt?

kveðja,
The Most DeViouS