Ertu orðin leiður á chaos-inu á símnet ? Finnst þér asnalegt að spila omaha beach og berlín svo dæmi séu tekin með 50 spilurum ? Ræður tölvan þín kannski ekki við að keyra Battlefield 1942 þegar fleiri en 30 manns eru inni á servernum ?
Ég segi fyrir mitt leiti að þessi aðgerð að hafa simnet, eina public serverinn á landinu 64 manna er BULL og einnig dónaskapur við þá sem hafa ekki vélbúnað til að keyra leikinn á svona server. Það er enn meiri dónaskapur þegar menn sem kvarta yfir þessu eru spurðir til baka..“er ekki bara komin tími á uppfærslu ?”
Ég segi því setjið símnet serverin niður í 32 manna server og startið simnet match servernum sem public server, hann er hvort sem er ekkert notaður sem scrimm server.
Sjálfur er ég með mjög öfluga vél sem ræður léttilega við 64 manna server, ég er sjálfur aðalega leiður á chaos-inu sem er á mörgum borðum á simnet, og svo kenni ég í brjóst um þá sem geta ekki spilað þennan frábæra leik vegna þess að vélbúnaðurinn þeirra ræður ekki við þetta og hætta því hugsanlega við að hella sér út í Battlefield 1942 .