Mini-mót í Battlefield 1942
Fyrsta Battlefield1942 mótið var haldið föstudaginn 15. nóv. mótið ef mót skyldi kalla var hugsað sem generalprufa fyrir reglur sem verða notaðar í Battlefield 1942 deildarkeppni sem fer í gang á vegum Þursinns og verður stjórnað af [FANTUR]Skarpi og [89th]Cap. Volrath.
Mótið tókst í flesta staði mjög vel, fyrir utan nokkrar tímasetningar en það kláraðist þó á áætluðum tíma kringum miðnætti. Í fyrstu umferð tafðist leikur [SPD] og [89th] um 15 mínútur vegna þessa að [89th] var að lana og voru þeir ekki búnir að koma sér almennilega fyrir þegar leikur átti að hefjast. Auk þess þá tafðist að byrja þriðju umferð af óljósum ástæðum vegna tafa í leik í [SPD] og [FANTAR] úr annari umferð.
Í mótinu var notað það stigakerfi sem ætlunin er að nota í deildarkeppninni og til útskýringa þá set ég það hér að neðan, en stigakerfið virkar þannig að eftir hvern leik þá kemur upp á skjáinn hjá mönnum hvernig þeir unnu eða töpuðu. T.d. major victory eða minor defeat. Þetta ræður því hvað hvert lið fær mörg stig fyrir viðureignina.
Total victory: 8 stig
Major victory: 6 stig
Minor victory: 4 stig
Draw: 3 stig
Minor Defeat : 2 stig
Major Defeat: 1 stig
Total Defeat: 0 stig
Fyrsta umferð.
[89th] vs. [SPD] 8-4 ( [89th] vann tvo minor sigra)
[FANTAR] vs. [IN] 6-6 ( Hvort lið vann einn minor sigur)
Önnur umferð.
[IN] vs. [89th] 3-10 ( [89th] vann einn major sigur og einn minor)
[SPD] vs. [FANTAR] 8-4 ( [SPD] vann tvö minor sigra)
Þriðja umferð.
[FANTAR] vs. [89th] 3-10 ( [89th] vann einn major sigur og einn minor)
[SPD] vs. [IN] 10-3 ( [SPD] vann einn major sigur og einn minor)
Lokastaðan í er því eins og hér segir
1. sæti [89th] 28 stig
2. sæti [SPD] 22 stig
3. sæti [FANTAR] 13 stig
4. sæti [IN] 12 stig
Að lokum vill ég þakka hinum sönnu sigurvegurum, fólkinu sem tók þátt, kærlega fyrir frábært kvöld.
Kveðja
Captain Volrath
[89th] Infantry Division