Mikið hefur verið skrifa um hin ýmsu afrek sem að landgönguliðar Bandaríkjamanna (Marine Corps) unnu í Kyrrahafsstríðinu, bæði foringjar og óbreyttir hermenn unnu þar það sem virðast vera ofurmannleg afrek. Fyrst þessar afreka var í vörnin við Wake eyju.
Upphaflegum árásarher Japana var stýrt af Radm Sadamichi Kajioka og samanstóð af þremur orustuskipum, sex tundurspillum og fjórum fluttingarskipum sem báru 450 sérþjálfaða sjóliða. 449 Landgönguliðum undir stjórn majór James Decereux beið það erfiða verkefni að verja eyjuna. Mikilvægustu vopnin sem að Devereux hafði til varnarinnar voru þrjár fimm þumlunga fallbyssur.
Í dögun þann 11. Des 1941 var floti Kajioka 6 km suður af Wake eyju. Kajioka snéri flotanum og sigldi upp eftir suðurströnd eyjunnar og lét fallbyssuhríð dynja á eyjunni í klukkustund. Áætlun Devereux var að draga japanska flotann nær þannig að 5 þumlunga fallbyssurnar hans væru í færi. Setningin “ekki skjóta fyrr en þið sjáið hvítuna í augunum á þeim” var höfð eftir honum rétt áður en að tvö skot úr fallbyssum hans hittu beint í mark á bardagaskipinu Yubari, sem laskaðist svo mikið að það varð að daga sig úr orrustunni. Á sama tíma fékk turnundurspillirinn Hayate hrinu fallbyssuskota í síðuna sökk samstundis.
Majór Paul Pitman foringji yfir flugflota Wake sendi fjórar F4F Wildcat flugvélar í loftið til að ráðast á flota japana sem að naut engrar flug verndar. Sveitin varpaði sprengjum á Tundurspillana Tenuro og Tatsuta með þeim afleiðingum að þeir urðu líkt og Yubari að draga sig í hlé. Mesta afrek flugmannana van þó Elrod höfuðsmaður, en 50 kg sprengja hans lenti á aukabyrgðum af djúpsprengjum sem að tundurspillirinn Kisaragi hafði um borð, með þeim afleiðingum að skipið sprakk í loft upp. Kajioka missti 3 skip í árásinni og yfir 700 hermenn féllu fyrir kúlnahríð eða drukknuðu.
Önnur árás Japana var gerð þann 23 des. og þá voru með í för stærri bardagaskip og það sem skipti meira máli, nú hlutu Japanir flugvendar frá tveimur flugmóðurskipum, að auki fylgi þeim nú 2000 manna sérþjálfað lendingar lið.
Þó að Japanir hafi á endanum náð að hertaka eyjuna, þá kostaði það sitt, meira en 1500 Japanir féllu í árásunum tveimur á Wake. Bandaríkjamenn misstu aðeins 49 landgönguliða og þrjá sjóliða, auk þess sem að 79 óbreyttir borgara féllu. 400 yfirmenn og óbreyttir hermenn gáfust upp þann 23 des. 1941.