Mini-Mót í Battlefeild 1942

Jæja þá er komið að því að prufukeyra þær reglur og það stigakerfi sem við ([FANTUR]Skarpi & [89th]Volrath) settum fram í grein sem ber heitið “Hugmynd af deild fyrir BF1942” en ætti í raun að heita Hugmynd að deild fyrir BF1942, lykilatriði hér er “að” en ekki “af” þakka fyrir ábendingu um það.

[FANTAR] og [89th] ætla því að halda lítið 4ra liða mót föstudaginn 15 nóv. Spilað verður á 2 serveum á sama tíma, glænýjum server 89th sem og server Fantanna. Allir spila við alla og eru þetta því 3 umferðir. Liðin sem spila í þessari generalprufu á reglunum eru: [IN]-Imperial-Navy, [FANTAR], [SPD] og [89th] Infantry division. Spilað verður í 12 manna liðum.

Tímasettningar og kort.

1. umferð, byrjar kl 20:00 spilað á Stalingrad.
[IN] vs. [Fantar] á server Fanta
[SPD] vs. [89th] á server 89th

2. umferð, byrjar kl 21:30 spilað á Wake Island
[89th] vs. [IN] á server 89th
[FANTAR] vs. [SPD] á server Fanta

3. umferð, byrjar kl: 23:00 spilað á Bocage
[IN] vs. [SPD] á server 89th
[FANTAR] vs. [89th] á server Fanta

Reglurnar sem um er að ræða og farið verður eftir eru hér á áhugamálinu fyrir þá sem hafa ekki lesið þær.

Kveðja
Captain Volrath
[89th] Infantry Division