Ég hef núna spilað BF1942 frá því að demoið kom út, og svo retail þegar hún kom í verslanir.. það eru nokkrir hlutir sem ég er soldið hissa á hvernig margir spila þennan leik.
Soldið hefur verið rætt um spawncamp, er það réttlætanlegt eða ekki? mér finnst það vera réttlætanlegt á vissum borðum, oft finnst mér mjög mikið challenge að losna undan spawncampi, að ég tali ekki um að ná svo kannski 3 eða 4 fánum í framhaldinu,.
Þessir spawncamperar margir myndi græða lítið á spawncampinu ef menn myndu hætta að láta þá ergja sig, mörg borð eru þannig að það er nóg pláss til að koma sér undan, finna sér jeppa eða eitthvað og láta sig hverfa,, það er ekki eins og maður komi til með að missa fánann..
Flugmenn.. ég hef speccað nokkra á flugvélum, og ég verð að segja að stór hluti af þessum spilurum gera nákvæmlega ekkert gagn á flugvélunum, þeir fljúga um með tundurskeytasprengjur (sem eru ætlaðar á skipin) og reyna að bomba einvherja jeppa á 100km hraða,, kannski 1 af hverjum 50 sem heppnast, á meðan þeir gætu verið að gera mun meira gagn með því að reyna að sökkva skipunum,, reyndar eru líka spilarar sem eru ótrúlega hittnir með vélbyssunum á flugvélunum, en þeir eru ekki margir.. hitt er þegar menn eru í loftárásum, eitt af því tilgangslausasta í leiknum að mínu áliti,, mun frekar að planta sér á loftvarnarbyssu og dúndra vélarnar þannig niður, ég hef tekið þvílíkan haug af flugvélum með þessum byssum að það hálfa væri nóg.
Stóra sprengjuflugvélin, þessi er all talk no show,, allavega held ég bara mínu stríki þó ég sjái þennan hlunk koma svífandi, það eru allt of fáir sem kunna að nota þessa græju…og það er tiltölulega fljótlegt að plaffa hana niður með loftvarnarbyssu.
Skriðdrekar, hrikaleg vopn í höndum þeirra sem eru góðir með þá,, nuff said.
APC´s, þessar græjur eru allt of lítið notaðar, ég reyndar nota þær ekki sem transportera, því ein sprengja frá flugvél á fullan APC er feitt fragg fyrir flugmanninn, en að koma með þetta tæki á vígvöllinn er ómetanlegt, hægt að lækna sig og reloada með því að setjast aðeins afturí þessa græju, og hún er meira að segja þokkalega brynvarin…. málið er bara að menn nota ekki þetta tæki, þeir standa á hliðina á APC, hálf dauðir, ammo lausir en fara samt ekki inn í kaffi og kleinur.. ??? weird..
Skipin, þetta er öflugust græjurnar í leiknum, en samt ótrúlega lítið notað.. eins og byssurnar á battlecruisernum !!!.. OMG,, sjá allt þetta húrrast í átt að óvinasvæði er awesome.. en það er líka vandamál þegar kannski maður er á skipi, það er að finna hin skipin, flugmenn eiga þarna að segja frá hvar óvinaskipin eru til að maður geti mætt á svæðið,, bara ýta á F3+F4.. þá kemur enemy ship spotted, svo þarf líka stundum að fá scout til að segja manni hvar maðaur á að skjóta,, en scoutar þurfa að passa sig á því að liggja ekki á hlið eða á slæmum stað, því það sem þeir sjá í kíkinum er það sama og mðaur sér á artillery.. þannig að því víðara svæði sem þeir kalla upp því betra er að covera stærra svæði með artillery.
Engineers.. sennilega vanmetnustu unitin í leiknum, (sennilega eins og í real life) þegar eigin lið er búið að ná mörgum fánum og kannski er bara ein brú á milli óvina og manns eigins liðs eiga verkfræðingarnir að fara á stjá,, leggja landmines á brúnna og svo bara að bíða,, en hvað… neiii… alltaf þarf einhver þurs úr eigin liði að rúlla skriðdreka eða jeppa beint inn í landmines svæðið og sprengja allt til fjandans,, algjörlega óþolandi,,ég nota engineers mikið og oft lendi ég í því að vera búinn að covera eitthvað flagg vel og vandlega með landmines og sprengjum, spilarar sem hafa smá baun í kollinum sjá þetta og fara annað til að reyna að efla varnir, kemru þá ekki einhver þurs á jeppa og kaboom,,… all í steik, það tekur tíma að setja upp svona varnir, og oftar en ekki er maður drepinn við þessa iðju.. það er líka undarlegt hve margir nýta sér ekki viðgerðarkunnáttu verkfræðingana.. maður kemur og byrjar að gera við skriðdreka en svo æðir hann bara í burtu,, þegar þið heyrið viðgerðarhljóðið þá er betra að bíða,, því að hafa engineer fyrir aftan sig í battle getur bjargað þér..
Medics.. ég held að eina ástæðan fyrir því að margir velji sér medic sé vélbyssan,, ég hef einu sinni verið læknaður af medic síðan ég byrjaði að spila BF1942,, samt eru medics út um allt… þeir bara hugsa of mikið um sjálfa sig í stað þess að efla liðið…
Anti tank liðið, þegar þú ert infantry og sérð einhvern með bazooka, eltu hann,, því hann er rosalega mikilvægur fyrir liðið þitt, en er alveg í tómri steypu ef hann lendir í bardaga við infantry,, þar kemur þú inn,, þú þarft að verja þennan aðila með vélbyssu..
well,, bara smá þankahríð hérna..