Nú hefur verið hleypt af stokkunum nýjum kubbi hér á áhugamálinu en hann ber nafnið <a href="http://www.hugi.is/baekur/bigboxes.php?box_id=49781“><b>Bókaormur vikunnar</b></a>. Þar verður tekið viðtal við einn bókaorm í hverri viku og hann fenginn til að segja okkur frá uppáhaldsbókum sínum og -höfundum og þess háttar.

Fyrsta bókaorminum (6.-15. sept. '02) hefur verið skellt upp en gert er ráð fyrir að nýjir bókaormar verði settir inn á hverjum mánudegi. Biðlistann og spurningarnar má svo sjá <b><a href=”http://www.hugi.is/baekur/bigboxes.php?box_id=50817&more=1“>hérna</a></b>.

Þeir sem hafa áhuga á að vera bókaormar vikunnar skulu senda mér (<a href=”bigboxes.php?box_type=userinfo&user=gthth“>gthth</a>) skilaboð og þeim verður bætt á listann. En sendið mér <b>ekki</b> svörin ykkar strax.

<b>Athugið! Skráningu í bókaorm vikunnar verður lokað fram að páskum. Nánar um það <a href=”http://www.hugi.is/baekur/bigboxes.php?box_type=tilkynningar&page=viewannouncement&t_id=1162“>hér</a>.</b>

<b>Spurningarnar eru svo hér:</b>
1. Huganafn:
2. Aldur:
3. Kyn:
4. Atvinna/Nám:
5. Stig á Bókum:
6. Hvers konar bókmenntir lestu helst?
7. Uppáhaldsbók/bækur:
8. Uppáhaldshöfundur:
9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu?
10. Hvað lastu síðast?
11. Hvað ætlarðu að lesa næst?
12. Kaupirðu þér oft bækur?
13. Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega?
14. Hvað finnst þér um þetta áhugamál?


<a href=”bigboxes.php?box_type=userinfo&user=gthth">gthth</a
___________________________________