Bókin skiptist í fimm kafla en hver kafli greinist svo í fjölmarga undirkafla. Leskaflar eru ætíð stuttir og því verður lesturinn ekki lengdreginn. Efni bókarinnar er úr öllum áttum: Um jörðina og íbúa hennar, dýraríkið, jurtaríkið, steinaríkið, efnafræði, tímatal og líffæri mannsins, mannkynssaga, Íslandssaga og stjórnspeki, dæmisögur, smásögur og heilræði, málshættir og kvæði og heilbrigði og trú svo fátt eitt sé nefnt. Bókin er einnig skreytt myndum, einkum þar sem rætt er um dýraríkið.
Lestrarbók Þórarins Böðvarssonar er tvímælalaust ein sú áhugaverðasta bók sem gefin var út á íslensku á 19. öld. Síðan bókin kom út hefur vísindunum fleygt áfram og ef til vill er ekki allt nákvæmt sem segir um efnafræði og önnur skyld efni. En annað hefur staðist tímans tönn, svo sem stuttir kaflar úr mannkynssögunni, dæmisögur og þær tæplega 50 gátur sem í bókinni eru, en á þeim má enn spreyta sig og hafa gaman að. Þá er bókin einnig skrifuð á fallegu og góðu máli og margt má af Þórarni læra um góðan stíl.
Bókfræðilegar upplýsingar:
Höfundur: Þórarinn Böðvarsson (1825-1895)
Titill: Lestrarbók handa Alþýðu á Íslandi
Kom fyrst út: 1874
Útgefandi: H. Klein
Útgáfustaður: Kaupmannahöfn
Útgáfuár: 1874
Blaðsíðufjöldi: 432 bls.
___________________________________