Útlendingurinn eftir Albert Camus “Mamma dó í morgunn, eða var það kannzki í gær?”

Þessi setning er ein af þeim frægari setningum í bókmenntasögunni. Sögupersónan fær póst um að móðir hans sé látin, hann veit bara ekki hvernær og er það lýsandi fyrir hans persónuleika. Fréttin hefur engin áhrif á hann og mun það bitna seinna á honum.

Þessi bók er eftir Albert Camus. Bókin kom úr 1942 og er skrifuð í anda tilvistarstefnunnar (existenalísmi). Hins vegar vildi hann ávallt neita því að hafa verið existenlísti. Hann er samt talinn ásamt Sarte, vera þekkasti maður þessarar stefnu. Albert Camus, var sonur miðstéttarfjölskyldu, og var hann fæddur í Algeiru 1913. Hann fékk nóbelinn 1957, eða árið eftir Jiminez. Camus lést í bílslysi 1960. Þessi bók er meistaraverk, og sumum finnst það vera skrýtið að svona lítið bók geti verið svona merkileg en samt hefur hún margt að segja.

Það sem gerir þessa sögu svona merkilegra er að “söguhetjan” er venjulegur maður að öllu leyti, nema það að hann er utanvelta hvaða varðar ríkjandi kristin siðfræði í samfélaginu. Söguhetja okkar er venjulegur maður sem hefur gaman af því að fá sér að drekka einstöku sinnum, vinnur venjulegu skrifstofustarfi, horfir á venjulegar myndir og fer á ströndina, hann er ekki róttækur að neinu leyti og virðist ekkert öðruvísi þangað til hann fer í fangelsi. Meursál segir frá sína sögu og virkar það sem gagnrýni á hið fáranlega(absúrdimsa). Hann hefur það sameignlegt með höfudunum að trúa ekki á Guð. Meursál reynir að skapa tilgang í tilgangslausu lífi. Hann lifir skeytingarlausu lífi og þrífst á einföldum hlutum, eins og að reykja, synda og stunda kynlíf. Seinni hluta bókarinnar er Meursál sem dæmir ekki aðra, þá lendir hann í því að vera dæmdur fyrir að viðurkenna ekki óskráðar siðferðislegar reglur. Réttarhöldin eru skrípaleikur, og eftir að hafa þurft að dúsa í fangelsi, sem er að auki táknrænt, þá nær hann takmarki sínu, að lifa lífi sem samfélagið gat ekki veitt honum.

“You will never be happy if you continue to search for what happiness consists of. You will never live if you are looking for the meaning of life.” – Albert Camus (1913 - 1960)

Bókfræðilegar upplýsingar:

Höfundur: Albert Camus (1913-1960)
Titill: Útlendingurinn
Titill á frummáli: L'Étranger
Kom fyrst út: 1942
Þýðandi: Bjarni Benediktsson
Útgefandi: Uglan, íslenski kiljuklúbburinn
Útgáfustaður: Reykjavík
Útgáfuár: 1979, 1. útgáfa á íslensku: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1961
Blaðsíðufjöldi: 152 bls.

(grein er eftir JediMLD)
___________________________________